Menntamál - 01.12.1952, Side 24

Menntamál - 01.12.1952, Side 24
134 MENNTAMÁI' Kennaratal. Rætt við Ólaf Þ. Kristjánsson. í síðasta hefti Mennta- mála var skýrt nokkuð frá þeim undirbúningi, sem hafinn var að útgáfu kenn- aratals síðast liðið sumar. Ég hef orðið þess var, að ýmsum kennurum leikur hugur á að vita, hvernig því starfi miðar áfram. Sneri ég mér því til Ólafs Þ. Kristjánssonar kenn- ara, sem er forsvarsmaður útgáfunefndar, svo sem kunnugt er, og innti hann eftir fréttum af þessu máli- Styðst það, sem hér fer á eftir, við frásögn hans. Um 1600 manns voru send eyðublöð. Voru nöfn þeirra einkum tekin úr skrám og skilríkjum, sem fræðslumála- skrifstofan hafði látið semja og safna. En því fer fjarri, að náð hafi verið til allra, enn sem komið er. Verður eftir föngum leitað í gömlum skólaskýrslum og öðrum gögn- um. Erfiðast verður að afla nægilegrar vitneskju um kenn- ara, sem hættir eru kennslustörfum, svo og um látna kenn- ara. Heitir nefndin á kennara um land allt að kynna sér

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.