Menntamál - 01.12.1952, Síða 26

Menntamál - 01.12.1952, Síða 26
136 MENNTAMÁL GuSmundur Pálsson látinn Kveðjuorð flutt í Mélaskóla af Arngrími Kristjánssyni skólastjóra 20. des. 1952. Þetta er í annað skipti er sigð dauðans er brugðið í starfsmannahóp þessarar stofnunar, sem enn er þó ung að árum, og í þetta sinn varst það þú, Guð- mundur Pálsson, sem varðst fyrir högginu. Við starfsfélagar þínir hér við skólann höfum far- ið þess á leit við frú Ásdísi og foreldra hennar að þau leyfðu það, að okkur væri gefinn kostur á að kveðja þig hinztu kveðju, einmitt á þessum stað, fyrst á ann- að borð hin þungu örlög þurfa endilega að ráðstafa því á þann veg, að við fengum ekki notið þeirrar gleði að bjóða þig hingað velkominn til lífsins, — til barnanna hér í skólanum, — til starfs- ins, sem þér var svo heilagt, hugljúft og leikandi. — Síðustu tvo daga hafa kveðið við hér í skólanum hrynjandi barnshlátrar. Þrettán hundruð börn hafa safnazt hér saman, hópur eftir hóp, og haldið jólafagnað sinn með kennurum sín- G vtSni undur Pdlsson. um.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.