Menntamál - 01.05.1953, Síða 3

Menntamál - 01.05.1953, Síða 3
MENNTAMÁL XXVI. 2. APRÍL—MAÍ 1953 SVEINBJÖRN SIGURJÓNSSON yfirkennari: Sögukennsla og sambúð þjóða. Um það bil, er heims- styrjöldinni fyrri lauk, voru þjóðir Evrópu lang- þreyttar á ófriði. Friðar- vinir margra landa voru vongóðir um, að takast mætti að afstýra frekari styrjöldum. Þjóðabanda- lagið var stofnað. og víða í löndum var efnt til félagssamtaka, er stuðla skyldu að bættri sambúð þjóða. Norrænu félögin, sem stofnuð voru á Norð- urlöndum á árunum 1919 —1924, voru hlekkur í n j • i . Sveinbjörn SÍŒurjónsson. íesti þessarar þrounar. 1 b 1 Þegar friðarvinir þeirra ára leituðu að orsökum styrj- alda og úlfúðar þjóða milli, komu þeir auga á sögukennslu skólanna. A 19. öld, tímabili hinnar miklu þjóðernisvakn- ingar, hafði sögukennslu flestra landa ekki einungis verið beitt til að glæða heilbrigðan þjóðarmetnað og ættjarð- arást hvers barns og ungmennis, heldur hafði hún einnig verið tæki til þess að brynja hugina og blása að glóðum fjandskapar. Nú skyldi skorið fyrir rætur þessara meina.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.