Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 47 öldum og Sænsk-norska sambandið 1814—1905. Nú er verið að undirbúa 3. bindi þessa rits, og mun það mjög snerta sögu íslands, eins og seinna verður að vikið. Á árum síðari heimsstyrjaldar lá starf norrænu sögu- nefndanna niðri, en nú er það hafið að nýju. Stendur nú yfir rannsókn á sögubókum þeim, sem notaðar eru í skólum Norðurlanda,' en þar eru víðast komnar nýjar kennslubækur í stað hinna, er notaðar voru fyrir 15 til 20 árum, þegar fyrri könnun kennslubókanna fór fram. Sökum þessara rannsókna og undirbúnings 3. bindis af Omstridda spörgsmál hafa sögunefndir Norðurlanda hald- ið nokkra sameiginlega fundi. Einn slíkur fundur var í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Hafði þess sér- staklega verið óskað, að ísland ætti þar fulltrúa. Fyrir tilmæli formanns Norræna félagsins og Helga Elíassonar fræðslumálastjóra mætti ég á fundinum ásamt Sigurði Nordal sendiherra. Farið var héðan með flugvél 10. febrúar og stóð ferðin alls 8 daga. Er til Kaupmannahafnar kom, sneri ég mér til skrif- stofu Norrræna félagsins þar. Greiddi hún fyrir mér um útvegun allmargra norskra og danskra sögukennslubóka, sem eigi höfðu enn borizt til íslands, en aðrar gafst mér kostur á að athuga í Kennslubókasafninu (Pedagogisk sam- ling), en það fylgist mjög vel með útkomu allra nýrra kennslubóka á Norðurlöndum. Reyndi ég á þeim stutta tíma, sem til umráða var, að kynna mér þau atriði, sem einkum snerta sögu Islands í nýjustu kennslubókunum. Danskar kennslubækur í sögu eru yfirleitt fáorðar um ísland. Nokkurra staðreynda, er lúta að samskiptum Is- lendinga og hins danska ríkis fyrr og síðar, er þó víð- ast getið og yfirleitt rétt með þær farið. Að sjálfsögðu er þar stuttlega greint frá lokaþætti þeirra sam- skipta, sambandslögunum 1918 og lýðveldisstofnun 1944. Þetta er gert á fræðilegan hátt, án þess að í það skíni, hvort söguritara líkar betur eða verr. Ekki kæmi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.