Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 57. Fyrir nokkrum árum drap ég á það opinberlega, að hugs- anlegt væri að hefja verknám í smærri skólunum með umferðakennslu, námskeiðum. Valinn kennari hefði þá með sér öll nauðsynlegustu tæki. Ég er sömu skoðunar enn. í stuttu máli: Það námsefni, sem ætlað er til barna- prófs, er of mikið að yfirferð. Meiri tíma þarf að verja til frjálsra starfa og einka hugðarefna barnanna. Framkvæmd aukins verknáms, bæði í barna- og ungl- ingaskólum, verður víða að hraða meira en gert hefur verið. Það þarf að finna leið til þess, að unglingar á smærri stöðum geti lokið skyldunámi í heimaskóla við sem lík- astar aðstæður og unnt er, hvar sem er á landinu. Skyldunámið verður að veita öllum nemendum jafnan rétt til framhaldsnáms, hvort sem þeir ætla að stunda bóknám eða verknám. Þegar samin eru lög og reglur, verður að muna eftir þeim erfiðleikum, sem smærri skólarnir eiga við að etja, og veita nemendum þeirra fullan rétt. KENNARATALIÐ. Kennaratalið mælist enn einu sinni til þcss við þá fáu kennara, sem ósvarað eiga spurningum þess, að þeir scndi svörin hið fyrsta. Enn fremur treystir það öllum kcnnurum til að láta í té sem allra fyllstar upplýsingar varðandi iátna kennara og þá, sem hætt hafa kennslustörfum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.