Menntamál - 01.05.1953, Page 14

Menntamál - 01.05.1953, Page 14
56 MENNTAMÁL það kæmi að sök, þó að eitthvað yrði dregið úr bók- námskröfum unglingastigsins. Er þessi leið ekki fær? Nemendur, sem ætla að stunda langskólanám, hefðu aðeins gott af því að stunda meira verklegt nám á skyldustiginu en ætlazt er til í fræðslu- lögunum. Margir mundu líka óska þess. Verði ekki önnur hvor þessi leið farin, kemst það opinbera ekki hjá því að leggja fram nægilegt fjármagn til þess að framkvæma fræðslulögin, eins og nú er ætlazt til, án tillits til nem- endafjölda. Ef þessu atriði verður ekki komið í fast horf, vofir sú hætta yfir, að verknámið verði áfram látið sitja á hakanum, þar sem ekki þykir fært að starfrækja báðar deildir sökum nemendafæðar. Þá er illa farið. Auknu verk- námi er fagnað af nemendum og aðstandendum þeirra. Það er réttlætismál og þjóðarnauðsyn. Lögin ætlast til þess, að aðstaða til skyldunámsins sé svo jöfn sem unnt er um land allt. Skyldunáminu er ætlað að veita nemendum hvorr- ar deildar jafnan rétt til framhaldsnáms og að því ber að keppa. Mér leikur grunur á, að í mörgum fræðsluhéruðum sé ekki unnið eins kappsamlega að því að koma verklegu námi í eins gott horf og æskilegt væri. Því miður. Það er kostn- aðarsamt fyrir skólana að eignast nauðsynleg tæki. Hús- næði vantar og hæfa kennara. Á þessu þarf að ráða bót sem fyrst. Það verður að ýta á eftir, hvetja og leiðbeina og athuga vel allar aðstæður á hverjum stað. Einhverja hef ég heyrt halda því fram, að ekki ætti að byrja á verklegu námi í nokkrum skóla, nema fullkomn- ar aðstæður væru fyrir hendi. Það tel ég vægast sagt mjög vafasamt. Ef hafizt er handa, þótt í fátækt sé, þá vaknar áhugi, og nýrra ráða er fremur leitað til þess að leysa vandann svo vel sé. Flestir nemendur fagna því að stunda verknám á bernsku- og unglingsárunum. Sköpunarþráin er sterk og einlæg. Fögnuður nemendanna vekur umhverfið og ráðamenn.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.