Menntamál - 01.05.1953, Síða 24

Menntamál - 01.05.1953, Síða 24
66 MENNTAMÁL réttindaskrárinnar getur að vísu einnig komið þroskuðum nem- endum að haldi. Bein fræðsla um önnur lönd er einnig gagnleg, þeg- ar lengra kemur á skólabrautinni. Við þurfum á slíkri þekkingu að halda, ef við eigum að taka skynsamlegar ákvarðanir um afstöðu lands okkar til alþjóðamála. Jafnvel frá sjónarhóli lands okkar, að ekki sé nefnt frá sjónarmiði alheimsins, ríður á, að sú þekking sé ná- kvæm og túlkuð af sanngirni. Mikið af kennslu okkar miðast, eins og skylt er, við fræðslu um land okkar og þjóð og þau afrek, sem lnin hefur unnið. Stundum verður þetta til þess, þótt svo þurfi ekki að vera, að við vanmetum afrek annarra þjóða og okkur finnist fátt um lifnaðarhætti þeirra. Nú liggur ekkert land svo fjarri okkar landi, að atburðir þar geti ekki orðið okkur örlagaríkir. Hve margir ykkar vissu, livar Kórea var á hnettinum eða livað ált var við með „sameiginlegu öryggi" fyrir innrásina í Suður-Kóreu? Öll slík mál lætur Unesco til sín taka. Við höfum boðað kennara frá mörgum löndum til funda í þvi skyni að gera sér grein fyrir, hvernig kennslugreinar eins og saga og landafræði geti stuðlað að auknum skilningi jjjóða milli. í ár höldum við alþjóðlegan fund til að ræða kennslu erlendra tungumála. Unesco hefur gengizt fyrir stofnun 20 nefnda, sem skipaðar eru menntamönnum, í því skyni að bera saman kennsluhækur jjjóða sinna í sögu og koma sér saman um Jrað, sem á milli ber. Enn fremur höf- um við gefið út sæg rita og ritlinga til fræðslu um Sameinuðu þjóðirnar og lilutverk þeirra í varðveizlu friðar og til aukinnar hag- sældar urn heim allan. Ég vænti viðurkenningar á því, að Unesco vinni hér fyrir góðan málstað. Hvað haldið jjið, að liægt sé að_.gera í skóla ykkar til aukningar skilningi á öðrum þjóðum og á hlutverki Sameinuðu jjjóðanna? Og á hvern veg verður Jrað gert, án J>ess að ofvöxtur hlau]>i í námsskrána ykkur til angurs? Ef þið viljið hugsa J>etta mál frá sjónarmiði skóla ykkar og ræða J>að við samstarfsmenn ykkar og rita mér síðan um það á einhverju )>cssara þriggja mála: ensku, frönsku eða spönsku, mundi mér vera ánægja að lesa ]>að,sem þér hefðuð til málanna að leggja. Og þótt ég hafi ekki tíma til að ræða það við ykkur, mundi ég a. m. k. senda ykkur J>akkir mínar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.