Menntamál - 01.05.1953, Side 12

Menntamál - 01.05.1953, Side 12
54 MENNTAMÁL ur og jafnvel sviksemi í störfum. Það er ekki gott vega- nesti í lífinu. Námskröfurnar mega ekki vera svo mikl- ar, að börnin fyllist minnimáttarkennd, gefist upp og glati sjálfstrausti. Hvað eru þau börn mörg, sem geta skilað námsefninu til fulls? Börn eru að jafnaði samvizku- samari en fullorðnir. Það verður að muna, þegar þeim eru fengin verkefni til þess að leysa. Það er einnig sjálf- sagt að taka fullt tillit til næmu og gáfuðu barnanna, en þeim er hægt að gefa viðbótarverkefni, ef þurfa þykir. Einhverjir munu kannske segja, að námskröfur ís- lenzkra barnaskóla séu í fullu samræmi við kröfur annarra menningarþjóða. En er endilega víst, að þær séu á réttri leið, hvað það snertir? Hér er rétt að geta þess, sem skiptir miklu máli, að starfstími okkar skóla er yfirleitt mun styttri. Það er ekki alltaf sjálfsagt, að íslendingar sæki allar fyrirmyndir til annarra þjóða, þótt menningar- þjóðir séu. Þeir geta kannske stundum fundið jafngóðar eða betri leiðir sjálfir. Mér virðist, að námskröfur til barnapróís séu of mikl- ar og auðvitað er erfiðara fyrir smærri skóla að full- nægja þeim. Þeir starfa flestir skemur og geta ekki skipt nemendum í samstæða námshópa. Af sömu ástæðum geta þeir síður varið æskilegum tíma til félagsstarfa. Skól- arnir, nemendur og kennarar, eru fyrst og fremst metnií eftir tölum, afrekum við prófborðið, en ekki eftir félags- störfum og menningarviðleitni. Þetta þarf að breytast, ef vel á að fara. Nú hefur með fáum orðum verið drepið á nokkur vanda- mál barnaskólanna og þá einkum hinna smærri. Skal nú vikið að erfiðleikum fámennra unglingaskóla. Er þá sér- staklega átt við unglingaskóla, sem starfa í beinu fram- haldi af smærri barnaskólum og undir sömu stjórn. í lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu er svo fyrir mælt, að barnafræðslunni ljúki með barnaprófi við 13 ára aldur. Þá taka við unglingaskólar, miðskólar og gagn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.