Menntamál - 01.05.1953, Qupperneq 9

Menntamál - 01.05.1953, Qupperneq 9
MENNTAMÁL 51 ar æskilegt, að þessi fyrirbæri og önnur skyld séu skýrð meira en tíðkazt hefur með samanburði við það, sem gerðist með öðrum þjóðum á sama tíma. Gagnrýni þessi skal ekki rakin hér nánar. Hún mun síðar birt með öðr- um gögnum norrænu sögunefndanna. íslenzk sögunefnd mun og væntanlega taka afstöðu til hennar. Þótt danska gagnrýnin falli ekki alls kostar saman við íslenzkan söguskilning, er rétt og skylt, að þeir, sem fram- vegis kunna að rita kennslubækur í Islandssögu, kynnist henni. Með góðum vilja, nokkurri sáttfýsi og aukinni yfirsýn má vafalaust sverfa af ýmsa bitra brodda án þess, að réttu máli sé hallað. Æskilegt er, að við getum, eftir því sem sanngirni frekast leyfir, kennt íslenzkum ungmenn- um íslenzka þjóðarsögu án þess, að hún veki í hugum þeirra beiskju eða kala til grannþjóðanna á Norðurlönd- um eða sé frændum okkar þar til ásteytingar. Þeim mun og með góðum vilja auðvelt að gera okkur til hæfis í þessu efni. Við skulum minnast þess, að flestar þjóðir Norðurálfu þurfa, er þær nú vinna að heilbrigðari sögukennslu, að brúa miklu stærri gjár fornrar óvildar en nokkurn tíma hafa aðskilið þjóðir Norðurlanda. Að því er þó hvarvetna stefnt, þar sem reynt er að jafna gömul misklíðarefni og skapa mannkyninu bjartari framtíð. Menningar- og fræðslumálastofnun Sameinuðu þjóðanna (Unesco) hefur nú forgöngu um þessi mál á alþjóða vettvangi og fylgist með því, sem þjóðir Norðurlanda gera á þessu sviði. Við skulum vona, þótt hægt gangi, að þeim takist að verða þar öðrum til fyrirmyndar.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.