Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 6
48 MENNTAMÁL mér á óvart, þótt dönsk ungmenni, er þessi fræði nema, ættu erfitt með að átta sig á, hvers vegna íslendingar óskuðu sambandsslita. Á því gefa kennslubækurnar eng- ar skýringar. Réttur skilningur þess hlýtur að velta mjög á túlkun og viðhorfi kennarans. Norsku kennslubækurnar eru nokkuð á annan veg. Þær hafa mun fleira frá Islandi að segja. Það er eins og það hleypi hverjum norskum söguritara kappi í kinn og ylji honum um hjartarætur, að brot af hans eigin þjóð lagði í öndverðu út í það tvísýna ævintýri að nema þetta stórbrotna land í útsænum. Margt það, sem norskar kennslubækur segja frá Islandi og íslendingum er yljað þessari tilfinningu, og skyldi það sízt vanmetið af okkar hálf u. Hitt hefur löngum þótt við brenna, að norskir fræði- menn færu eigin götur í því efni, hvað telja beri norsk og hvað íslenzk afrek. Svo er t. d. um sumt í fornbók- menntum okkar, landnám á Grænlandi, fund Vínlands o. fl. Hefur þessa að vonum gætt allmjög í kennslubókunum. Þegar nýjustu kennslubækurnar eru bornar saman við hinar eldri, sést, að ýmislegt af þessu tagi hefur verið fært til réttara vegar og tillit tekið til íslenzkra sjónar- miða. Þannig eru nú til norskar kennslubækur, sem skýra réttilega frá því, að það voru íslendingar, sem land námu á Grænlandi með Eiríki rauða, manni, sem landflótta hafði orðið bæði frá Noregi og íslandi. Ennfremur sést þess getið, að Leifur sonur hans, sá er fann Vínland, hafi verið fæddur og upp alinn á Islandi. Hitt er þó algengara, að frá því sé sagt, að Eiríkur Þorvaldsson, ættaður af Jaðri, hafi fundið Grænland og fjöldi Norðmanna eða, þegar bezt lætur, Norðmanna og íslendinga setzt þar að með honum, en Leifur sonur hans hafi fundið Vínland, er hann var á heimleið frá Noregi. Er þá svo á málum haldið, að þeim, er eigi þekkir aðrar heimildir, dettur ekki í hug að tengja þessa atburði við sögu Islands. Finna má þess dæmi, að í kafla um forn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.