Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 10
52 MENNTAMÁL SKÚLI ÞORSTEINSSON skólastjóri: Um framkvæmd fræðslulaganna. Aðstæður smærri skól- anna til þess að ná góð- um árangri í kennslustarf- inu hafa alltaf verið að sumu leyti erfiðari en í stærri skólunum. í fjölmennum skólum er húsnæði venj ulega vand- aðra og meira af kennslu- tækjum og hjálpargögn- um. Þó mun skipting nem- enda skipta mestu máli. 1 fjölmennu skólunum er hægt að velja nemendur í deildir á sama aldri og svipuðu þroskastigi. I smærri skólunum verður að hafa nemendur á mjög misjöfnum aldri saman í kennslustund, án tillits til getu og námshæfni, kannske 25—30 í bekk. Að vísu er heimilt að reikna nokkru færri nemendur á hvern kennara í skól- um með færri en 150 nemendur, en það hrekkur ekki til- Það er ekki hægt að skipta nemendum í samstæða hópa. eins og æskilegt væri. Minnstu skólarnir, farskólarnir, eiga þó nokkra sér- stöðu. Nemendur þeirra eru venjulega svo fáir, að kennar- anum vinnst betur tími til þess að sinna hverjum ein- Shúli Þorsteinsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.