Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 4
46 MENNTAMÁL Tekið var að rannsaka kennslubækur í sögu í þeim tilgangi að samræma sjónarmiðin þjóða í milli um ýmis vanda- mál og árekstra fyrri tíma. Nefnd starfaði á vegum Þjóða- bandalagsins að framgangi þessa máls og sérnefndir í ýmsum löndum. Norrænu félögin létu sig þetta mál þegar frá öndverðu miklu varða. Forystumönnum þeirra var ljóst, að jafn- vel meðal hinna friðsömu þjóða Norðurlanda, var sögu- kennslan enginn grannasættir. Eftir allmiklar umræður um þessi mál var að því ráði horfið 1983, að sérstök sögunefnd var skipuð í hverju Norð- urlandanna um sig. Skyldi hún athuga allt það í kennslu- bókum grannlandanna, er máli skipti fyrir hennar þjóð. Af íslands hálfu voru í nefnd þessari Árni Pálsson prófessor, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og Svein- björn Sigurjónsson. Við athugun kom í ljós, að sögu- kennslubækur á Norðurlöndum gátu íslands yfirleitt lítið nema hinar norsku. Beindist því gagnrýni af íslands hálfu, sem Barði Guðmundsson gerði grein fyrir í allýtarlegri ritgerð, einkum að norsku kennslubókunum. Niðurstöður allra sögunefndanna voru gefnar út í Helsingfors 1937 í ritinu Nordens laroböclcer i historia. Er þar að finna marg- háttaðan fróðleik um ýmislegt, er á milli ber í norrænni sögu, gagnrýni og mótgagnrýni. Norrænu félögin létu þó hér ekki staðar numið. Ljóst var, að margt það, sem á milli ber í norrænni sögu, var flóknara en svo, að því yrðu gerð skil í stuttri gagnrýni nokkurra kennslubóka. Var því að því horfið að gefa út á vegum félaganna rit, er nefnist Omstridda spörgsmdl i Nordens historia. Færustu sérfræðingar taka þar ýmis vandamál norrænnar sögu til ýtarlegrar meðferðar. Tvö bindi þessa rits eru þegar komin út, hið fyrra 1940, hið síðara 1950. Efni þeirra snertir ekki ísland beint. I síð- ara bindinu eru t. d. rædd þessi efni: Vopnaviðskipti Norð- urlanda á árunum 1521—1814, Svíþjóð og Finnland á mið-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.