Menntamál - 01.05.1953, Síða 17

Menntamál - 01.05.1953, Síða 17
MENNTAMÁL 59 er jafnframt einn af aðalkennurum Björns. Má eflaust vænta mikils af þeim hjónum, er þau hafa lokið sórnámi sínu. Brófið er dagsett 20. marz s. 1. í Middelfart í Danmörku. M. ]. Kæri dr. Matthías! Af okkur er allt gott að frétta. Vetrarmisserinu er nú lokið. Kennslan var með svipuðu sniði og í sumar, þó var mun meira að gera en þá, enda kom nú ýmis heimavinna til sögunnar, sem ekki var síðast liðið sumar. Kennarar voru flestir þeir sömu og áður, þó höfðu Petersen og frú Sulser enga tíma þetta misseri. Þau voru búin að gera efni sínu full skil. Dr. Luchsinger kenndi sem fyrr og flutti fyrirlestra um starfræna og vefræna talfærasjúk- dóma. Skoðuð voru börn með gölluð talfæri og kenndar æfingar til að laga gallana. Þessu var þannig fyrir komið, að hann flutti fyrirlestra fyrri stundina, en þá síðari skipt- um við okkur í tvo hópa, fór annar með honum, en hinn með kennslukonu, sem er honum til aðstoðar, upp á rann- sóknardeildina í Kantónuspítalanum, en þar fóru æfing- arnar fram. Þangað komu börn með alls konar málgalla af ýmsum orsökum. Einstaka fullorðnir komu líka. Við vorum svo annað skiptið hjá dr. Luchsinger en hitt hjá kennslukonunni. Mér féllu þessar æfingastundir betur hjá kennslukonunni, því að dr. Luchsinger hættir of mikið við að halda sér við það læknisfræðilega, þótt hann sé ekki að tala fyrir læknum. Dr. Deuchler flutti fyrirlestra um líffræðileg og læknis- fræðileg frumskilyrði í uppeldisfræði afbrigðilegra barna, framhald af því, sem hann kenndi í sumar. Mér féllu þeir tímar mjög vel. Hann er afbragðs kennari og gerði mikið að því að segja okkur frá dæmum úr starfi sínu, en hann starfar við skólana í borginni og kynnist því manna bezt þeim börnum, sem erfiðleikum valda þar. Prófessor Lutz flutti fyrirlestra um sálræna sjúkdóma

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.