Menntamál - 01.05.1953, Page 19

Menntamál - 01.05.1953, Page 19
MENNTAMÁL 61 tegundir barnaheimila og hvernig þau starfa. Dr. Schnee- berger æfði einnig með okkur notkun rannsóknaraðferðar Rorschachs. Þá lét hann okkur vinna úr skýrslum, gerð- um eftir Rorschach-aðferðinni, sem talin er alveg ómiss- andi hér í Sviss. Prófessor Moor hélt fyrirlestra um sálarfræði afbrigði- legra barna. Auk þess flutti hann fyrirlestra um sálarfræði innri erfiðleika barnsins og aðra um hömlur á sálrænni þróun barnsins. Þeir fyrri fjölluðu aðallega um það, sem ýmsir höfundar höfðu skrifað um þetta efni og saman- burð á því. Einnig skýrði hann frá sínum eigin rannsókn- um. Þeir síðari voru um sálarfræði vangefinna barna, blindra og heyrnarlausra. Auk þessa hafði hann með okkur ,,æfingar“. Fram til hátíða talaði hann um börnin í bekknum, sem við heimsóttum vikulega í sumar. Síðari hlutann flutti hann svo ýmis erindi, og ef við báðum hann um að tala um eitthvert ákveðið efni, gerði hann það. Dr. Briner flutti fyrirlestra um barnaverndarlöggjöf. Hann er nú kominn undir sjötugt og hefur unnið megnið af sínum starfstíma að þessum málum. Nú er hann for- maður stjórnar Heilpedagogisches Seminar. Ég bjóst ekki við að hafa mikil not af þessum tímum, bjóst við tómri svissneskri lögfræði. Sú varð þó ekki raunin á, heldur sagði hann okkur margt fróðlegt frá reynslu sinni í með- ferð afbrotaunglinga. Þetta var því mjög fróðlegt, einnig fyrir okkur útlendingana. Frú Bebie hafði tíma, sem kallaðir voru lífræn kennslu- tilhögun, með sérstöku tilliti til hreyfiþarfarinnar. Þessir tímar voru eiginlega kennslufræði, eins og svipaðir tímar voru kallaðir í kennaraskólanum heima. Frú Bebie hefur kennt vangefnum börnum mjög lengi og byggt upp þetta „lögmál hreyfinganna", sem er í miklu áliti í Sviss. Van- gefin börn hafa oft mikla hreyfingarþörf, sem ber að fullnægja við kennsluna. Ég held þó, að vafasamt sé að binda sig við hana eingöngu, eins og hún gerir. Bolli skóla-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.