Menntamál - 01.05.1953, Page 16

Menntamál - 01.05.1953, Page 16
58 MENNTAMÁL Frá námsdvöl í Sviss. Höfundur þessa bréfs, Björn Gestsson kennari, stundar nám við háskólann í Zuricli í uppeldi andlega vanheilla barna. Til þess nýt- ur hann styrks frá Barnaverndaríélagi Reykjavíkur. Hefur hann jafnan sent skýrslur um nám sitt, og er bréf þetta ein þeirra. Deild Ziirich-háskóla í uppeldi andlega vanheilla barna (Heilpada- gogisches Seminar) hefur getið sér frægðarorð. Stofnandi hennar, sviss- neski læknirinn og sálarfræðingurinn Hanselmann, hefur öðruni mönnum fremur unnið að því að grundvalla þá sérgrein innan upp- eldisfræðinnar, sem fjallar um uppeldi andlega vanheilla barna. Nú gerist Hanselmann gamall, en fyrir deildinni stendur lærisveinn hans, dr. Paul Moor, sem ritað hefur margar gagnmerkar bækur um afbrigði barna, vitsmunaleg og siðferðileg. Nám Jjað, er Björn stundar, tekur tvö ár, og er bréfið skýrsla um síðara misseri fyrra ársins. Tíminn skiptist í bókleg og verkleg námsskeið. Björn hefur nú lokið prófi fyrra ársins. Lokaprófið mun hann þreyta í marz 1954. Er það sama próf og Svisslendingar krefj- ast handa kennurum sínum, þeim er sérmenntunar njóta undir upp- eldisstarf við afbrigðileg börn af ýmsu tagi. Viðtakendum þótti bréfið skemmtilegt og því buðu þeir Mennta- málum Jiað til birtingar. í því er hressandi blær rannsóknaranda og víð- sýni, sem e. t. v. mætti verða til þess að draga úr fælni íslenzkra kenn- ara við sérþekkingu um afbrigði barna og meðferð þeirra. Barna- verndarfélag Reykjavíkur hefur á boðstólum annan styrk til tveggja ára náms erlendis; um hann hefur enginn sótt. Einhvern tíma mun þó aflétt þeirri vanþekkingarnótt, sem grúfir yfir uppeldi afbrigði- legra barna hér á landi. Einhvern tíma mun vísindalegri þekkingu leyft að varpa dagsljósi sínu yíir þetta svið eins og önnur. Það verð- ur ekki fyrr en íslenzkir kennarar gera það að metnaðarmáli, að innan stéttarinnar séu jafnan menn, sem kunna skil á öllu uppeldi, uppeldi afbrigðilegra og tornæmra barna engu síður en annarra. Björn Gestsson er kvæntur frú Ragnhildi Ingibergsdóttur lækni. Hún dvelur erlendis við sérnárn í tauga- og geðsjúkdómum. Síðast- liðið ár vann hún í Sviss í sjúkrahúsi og rannsóknarstöð handa tauga- veikluðum og andlega afbrigðilegum börnum. Var hún þar unclir hanclleiðslu eins þekktasta sérfræðings álfunnar uin orsakir andlegra afbrigða lijá börnum og unglingum, próf. dr. med. J. Lutz, en hann

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.