Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 22
64 MENNTAMÁL LIONEL ELVIN: Unesco og aukinn skilningur þjóða í milli. (Grein þessi hirtist í Courier, blaði Unesco, núna í maí. Höfundur hennar er yfirmaður uppeldismáladeildar Unesco.) Hleypidómar eru ein mesta hætta, sem steðja að öllu uppeldi. Ólík- ur hörundslitur er enginn þrándur í giitu þess, að ung börn geti leikið sér saman í sandkassa. Ef litlum telpum hér er sagt, að telpur 1 Kína klæðist annars konar fötum en telpur í Ameríku eða drengj' um, að indverskir drengir geti verið þeir lukkunnar pamfílar að hafa komið á bak fílum, þykir þeirn þetta merkilegt, en börnum kemur ekki til hugar að gera kröfu til þess, að lifnaðarhættir sjálfra þeirra geri þau hinum æðri. Hugur þeirra er næmur á undrið og i honum búa engir hleypidómar. A sína vísu skynja þau það, sem Unesco nefnir „frjósemi fjölbreytilegrar menningar." Þó líður ekki á löngu, að tortryggni vakni gagnvart öðrum þjóö- flokkum, og frá líffræðilegu sjónarmiði hefur þetta reynzt nauðsyn- leg verndarráðstöfun. En það er ekki einsdæmi, að kynflokkur hafi liðið undir lok vegna lifnaðarliátta, sem voru gagnlegir í fyrstu, en hæfðu síðan ekki breyttum aðstæðum. Hið sama gæti gerzt enn þa. Heimurinn hefur skroppið saman á skömmum tíma. Tvær heims- styrjaldir liafa fært okkur heim sanninn um það, hve lítill hann er orðinn. Við vitum það gjörla, að á hverri slundu getum við sprengt okkur í loft upp. Við eigum þó næga skynsemi til að sjá, livernig við getum vernd- að okkur frá þeim örlögum. Við ltöfum stofnað Sameinuðu þjóðirn- ar, af því að okkur hefur skilizt, að einungis með þess konar ráð- stöfunum er auðið að varðveita lrið í heiminum. Þar eð styrjaldir hafa að jafnaði sprottið af því, að menn hafa neitað öðrum um þau réttindi, sem þeir hafa krafizt sjálfum sér til handa, iiefur mann- réttindaskráin verið samin. En hún kæmi að litlu haldi, ef menn tcmdu sér ekki beinlínis að lifa í þess háttar heimi, sem hún ger- ir ráð fyrir. Það er gagnslaust að skilja nauðsynina, ef við hegðum okkur ekki eftir henni. Hegðun okkar er um fram allt uppeldis- mál, Jtví var Unesco stofnuð til þess að gegna hlutverki á þessum vettvangi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.