Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 55 fræðaskólar. Þessir skólar greinast í verknámsdeild og bóknámsdeild. Unglingaskólanum lýkur með unglinga- prófi eftir tveggja vetra nám. Þá er fræðsluskyldunni lokið. Heimilt er þó að stytta eða lengja fræðsluskylduna um eitt ár með samþykki réttra aðila. í drögum að námsskrá, og að ég hygg í framkvæmd, er svo mikill munur á námsefni og námskröfum í bóknáms- deild og verknámsdeild, að ekki er framkvæmanlegt, að nemendur beggja deilda njóti sameiginlegrar kennslu, nema í fáum námsgreinum. Sérstaklega á þetta við seinni veturinn. Af þessum ástæðum eru nokkrir erfiðleikar í framkvæmd laganna, þar sem fáir nemendur eru í hvorri deild. Það mun sjálfsagt þykja kostnaðarsamt að kenna t. d. 5—10 nemendum í bekk. í fjölmennum skólum er ólíklegt að nemendur skiptist svo ójafnt í deildir, að ekki verði sæmilega fjölmennir bekkir. Þessu atriði þarf að gefa meiri gaum en verið hefur. En hvað er þá hægt að gera til þess að bæta úr þessu? Skal hér bent á tvær leiðir, sem virðast geta komið til greina, en þá er gert ráð fyrir, að skyldunámi ljúki í heimaskóla, enda yrði annað óvinsælt og kostnaðarsamt fyrir aðstandendur unglinganna. 1. Að starfrækja ekki báðar deildirnar árlega í smærri skólum, heldur t. d. annað hvert ár. Það mundi þó ekki reynast vinsælt hjá þeim nemendum, sem þyrftu að bíða með að ljúka skyldunámi. Sérstaklega mundi það ekki vera talið æskilegt af aðstandendum þeirra nemenda, sem ætlað væri lengra nám. 2. Að breyta lögunum þannig, að skipting í bóknáms- deild og verknámsdeild komi fyrst til framkvæmda að skyldunámi loknu. Yrði þá að sameina og sam- ræma þær námskröfur, sem nú eru gerðar í hvorri deild og að sjálfsögðu að draga nokkuð úr þeim, þó þannig að verklega námið yrði mun meira en nú er gert ráð fyrir í bóknámsdeild. Mér þykir ótrúlegt, að

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.