Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 8
50 MENNTAMÁL stöðukaflanum, en að sjálfsögðu hafa samvinnu við norska og íslenzka fræðimenn á því sviði. Þá er ennfremur í undirbúningi fyrir atbeina norrænu félaganna Samnorræn handbólc í söcju Norðurlanda, ætluð til kennslu í háskólum. Gert er ráð fyrir, að hún verði 800 bls. að stærð og vinni danskir og sænskir fræðimenn eink- um að samningu hennar. Óskir komu fram um það á fundinum, að vísindalegar söguritgerðir á finnsku og íslenzku séu birtar með stutt- um útdrætti á einhverju hinna Norðurlandamálanna. Talið var mjög æskilegt að auka sem mest samskipti og kynningu norrænna sögukennara, ekki sízt þeirra, er kenna í alþýðuskólum. Loks má geta þess, að á fundinum var lögð fram af hálfu dönsku nefndarinnar, og lítils háttar rædd, allýtar- leg gagnrýni á sögukennslubækur okkar, einkum í fslands- sögu. Gagnrýni þessa hafa samið þeir lektor Knud Kretz- schmer og magister Westergárd Nielsen, en hinn síðar- nefndi les og talar íslenzku ágætavel. Þykir höfundum, að kennslubækur okkar í íslands sögu hafi litlum breyting- um tekið til bóta, frá því að þær voru gagnrýndar á veg- um norrænu félaganna á árunum 1930—’40. Kynlegt þykir þeim, að íslandssaga í barnaskólum skuli aðeins ná til 1874. Af einstökum bókum telja þeir fslendingasögu Arnórs Sigurjónssonar standa miklu nær nútíma söguskilningi en hinar, „einkum að því leyti, að hún bregður upp rissmynd hins sögulega baksviðs og gefur stundum útsýn til skyldra atburða annars staðar á Norðurlöndum.“ Kvarta höfundar um, að tónninn í íslenzku kennslubókunum sé víða allt annað en vinsamlegur í garð Dana. Benda þeir á, að þetta hafi verið eðlilegt, meðan íslendingar börðust fyrir sjálf- stæði sínu. Hins vegar eigi íslendingar nú, er sambandinu sé að fullu slitið, að geta litið með meiri ró og víðsýni á ýmis samskipti þjóðanna, t,. d. einokunarverzlun og fjár- öflun danskra konunga hér eftir siðskipti. Telja höfund-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.