Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 26
68 MENNTAMÁL Tryggvason, kennari, mun annast sýninguna í samráði við hann. I'ess er vænzt, að skólar láni fúslega kennslugögn, sem hér eru til, auk þess sem reynt verður að afla annarra sýnishorna eftir föngum. Landssambandið og fræðslumálastjórn treysta þvi, að þetta stutta námskeið geti komið að verulegu gagni og orðið upphaf meira starfs á þessu sviði. Nauðsynlegt er, að umsóknir um þátttöku í námskeiðinu berist sem fyrst og eigi síðar en 20. maí. Fræðslumálaskrifstofan tekur við Jteim og veitir nánari upplýsingar. Námskeiðið verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík. Sýningin verður einnig i húsakynnum sama skóla. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri fór til Bandaríkjanna í febrúarmánuði s. 1. Er för hans farin í boði Bandaríkjastjórnar. Mun fræðslumálastjóri kynna sér kennsluháttu ' skéilum Jjar vestra. Hans er von heim seint í júni. Einar Ól. Sveinsson prófessor verður framsögumaður í aðalmáli uppeldismálaþings í júní n. k. Enn fremur mun dr. Brochli Jóhannesson flytja erindi um sama efm- Sem kunnugt er hefst uppeldismálaþing 12. júní n. k. og fjallar uffl íslenzkt Jjjóðerni og skólana. Frá norræna skólamótinu. í mótstjórn af íslendinga hálfu eiga Jressir menn sæti: Elclgi Elías- son fræðslumálastjóri, Arngrímur Kristjánsson skéjlastjóri, Guðjón Guðjónsson skólastjóri, Guðmuiulur I. Guðjétnsson kennari, Helga Þorgilsdóttir kennari, Helgi Þorláksson kennari, Jénias B. Jónsson fræðslufulltrúi, Kristinn Ármannsson yfirkennari, Pálmi Jósefsson skólastjóri og Sigurður Ingimundarson kennari. Erindi á mótinu flytja Jteir dr. Broddi Jóhannesson og Magnus Einnbogason mag. art. Mótið verður haldið í Ósló dagana 5.-7. ágúst í sumar. Frá frceðslnmálaskrifstofunni■ ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA Ritstjóri: Armann Hallclórsson. Afgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Póstliólf 616. PRENTSMIÐJAN ODDl H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.