Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.05.1953, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 53 stökum nemanda. Þar er aftur á móti stytztur kennslu- tími og húsnæði og kennslutæki oft af mjög skornum skammti. Nú er svo til ætlazt, að barnaskólarnir séu ekki ein- göngu fræðslustofnanir, heldur og engu síður uppeldis- stofnanir. Sú krafa er réttmæt, að þeim þætti skólastarfs- ins sé betur sinnt en verið hefur, en henni verður ekki fullnægt svo viðunandi sé, nema nokkuð verði dregið úr því námsefni, sem nú er gert ráð fyrir að lært sé til barna- prófs. Það þarf að veita rýmri tíma á stundaskrá skól- anna til frjálsra félagsstarfa. Það verður alltaf að hafa í huga, að það er hættulegt að gera of miklar kröfur til starfsorku og getu nemendanna. Börnin eru lifandi ver- ur, sem ekki er hægt að troða minnisatriðum í, eins og heyi í poka. Þau eiga einka áhugamál og verða að fá tíma til þess að sinna þeim. Starfsdagur margra barna og unglinga, sem námið stunda af kostgæfni og samvizkusemi, er óhóflega langur, miðað við vinnudag fullorðinna. Viðurkenndur vinnudag- ur er 8 stundir. Margt kyrrsetufólk vinnur þó mun skemmri tíma. Tólf ára börn munu víða sækja kennslu 5—6 stundir á dag. Þá er heimanámið eftir. Það tekur margar stundir, ef vel er lært. Hvað segir þessi saman- burður? Er hér réttlæti og skynsemi á ferðinni? Því má ekki gleyma, að börnin þurfa nokkurn tíma til frjálsra leikja og útiveru. Einnig er áríðandi að muna það, að börn þurfa mun meiri svefntíma en fullorðnir. í þessu sambandi er fróðlegt að athuga það námsefni, sem börnin eiga að nema til barnaprófs. Er víst, að kenn- arar og foreldrar muni alltaf nægilega vel, hve mikils er krafizt af börnunum? Það verður alltaf að hafa í huga, að það er betra að fara yfir minna námsefni og nema það til hlítar, en fara yfir mikið og nema það illa. Hraflkunnátta í því, sem á að læra, venur nemendurna á óvandvirkni, flaust-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.