Menntamál - 01.04.1957, Blaðsíða 20
6
MENNTAMÁL
til íhugunar. Ef það má teljast staðfest, að fimmtungur 7
ára barna — varlega áætlað — hafi enn ekki náð þeim
vitsmunaþroska, sem nauðsynlegur er til árangur^ í al-
mennu skólanámi, er þá ekki tímabært að endurskoða
fræðsluskylduákvæðin? Að minnsta kosti væri það í betra
samræmi við þekkingu okkar á barninu að miða byrjun
náms við hæfilegan skólaþroska, en ekki við blinda ákvörð-
un um aldur. Fjölda barna myndi vegna betur í námi, ef
þessa væri gætt. Hinu opinbera getur ekki fremur en for-
eldrum barnanna staðið á sama um það, að 20 % barna
eru tekin í almenna barnaskóla svo lítt þroskuð, að sýni-
legt er fyrirfram, að þau muni litlum eða engum árangri
ná.
3. ÞROSKA- OG NÁMSSKILYRÐIN HEIMA.
Þó að góður greindarþroski sé frumskilyrði fyrir
árangri barns í námi, er hann ekki einhlítur. Umhyggja
foreldra fyrir barninu og eftirlit með námi þess eru engu
síður mikilvæg. Greindarþroski barna vex ekki af eðl-
isgerðinni einni saman, heldur jafnframt í tengslum við
umhverfi barnsins og undir áhrifum þess. En í áhrifum
umhverfisins er þáttur foreldra langmikilvægastur, bæði
fyrir allan þroska barnsins og afstöðu þess til væntanlegs
skólanáms.
Beztrar reynslu af skólanum mega þau börn vænta, sem
náð hafa allgóðum almennum greindar- og líkamsþroska
og öðlazt dálitla þekkingu á umhverfi sínu og hinum
ýmsu fyrirbærum þess. Ef foreldrum er lagið að fræða
barnið og vekja athygli þess á fyrirbærum umhverfisins,
þá venst það smám saman á að einbeita athygli sinni og
skýra fyrir sér ráðgátur, sem það rekst daglega á. Þessi
ósjálfráða þjálfun hæfileikanna er bezti undirbúningur-
inn að skólanámi.
Vitandi og óvitandi leggja margir foreldrar áherzlu á