Menntamál - 01.04.1957, Side 24
10
MENNTAMÁL
er ofboðið. Ég hef haft til meðferðar skólatelpu, sem sýndi
óeðlilega hneigð til þess að einangra sig, hún mætti öðrum
börnum með andúð og hrekkjum. Rannsókn augnlæknis
leiddi í ljós sjóngalla, sem olli því, að telpan átti erfitt
með að aðgreina og þekkja andlit barnanna, sem hún var
daglega með. Gleraugun bættu ekki aðeins sjónina, heldur
komu einnig í veg fyrir alvarlegan sálrænan ágalla. Önn-
ur vinstúlka mín var orðin bogin í baki eftir tvö ár í skóla.
Þá loksins var hún send til augnlæknis og fékk gleraugu,
sem leiðréttu nærsýnina. Telpan hafði þurft að lúta al-
veg niður að bókinni til þess að sjá stafa- og orðaskil.
I margra ára sjúkraleikfimi tókst að laga hryggskekkj-
una.
Heyrnargallar geta valdið miklum erfiðleikum í námi,
en þeir eru miklu fátíðari en sjóngallarnir.
Verst sett í námi eru e. t. v. þau börn, sem haldin eru
hinni svonefndu orðblindu (dyslexí) og samsvörun henn-
ar í stafsetningarhæfninni, dysgrafí. Þessi ágalli leynir
á sér. í skólanum kemur hann fram sem stafaruglingur
bæði í lestri og skrift, en fjölmörg treggreind börn rugla
stöfum á líkan hátt, þótt þau séu ekki orðblind. Því hættir
foreldrum og kennurum til að rekja lestrarörðugleikana
til heimsku eða leti. Slíkur misskilningur eykur á sál-
ræna erfiðleika barnsins. Orðblind börn eru misjöfn að
greind, eins og annað fólk. Hjá sumum bætist orðblindan
við þá námserfiðleika, sem greindarskorturinn veldur.
Önnur eru bráðgáfuð, en geta samt ekki af eigin ramleik
yfirstigið þá hindrun, sem galli formskynsins veldur í
lestrarnáminu. Þau finna vel, að þau ættu að geta betur,
en tálmun, sem þau skilja ekki, prettar þau sífellt um
árangurinn.
Orðblindum börnum þarf að kenna lestur fáum saman
og með sérstakri aðferð. Það er íslenzkri kennarastétt
ekki vansalaust, að enn skuli enginn kennari hafa aflað
sér sérmenntunar í að kenna orðblindum börnum.