Menntamál - 01.04.1957, Side 26

Menntamál - 01.04.1957, Side 26
12 MENNTAMÁL minni árangur í námi en eðlilegt þykir. Þegar greindar- skortur er meginástæðan, kemur ófullnægjandi námsár- angur oftast í ljós á fyrsta skólaári. Samt er þetta breyti- legt eftir því, hvaða þætti vitsmunalífsins gallarnir skerða mest. Börn geta orðið sæmilega læs, þó að þau séu mjög námstreg, hjá öðrum yfirgnæfa örðugleikar í lestri. En ef tilviljunarkenndir erfiðleikar, t. d. veikindafrátaf- ir, slæmar heimilisástæður eða spillandi félagsskapur, hamla framför í námi, getur barn dregizt aftur úr næst- um á hvaða skeiði námsins sem er. Örðugleikar barns í námi, af hvaða rót, sem þeir eru runnir, eiga sammerkt við sjúkdóma um það, að því auðveldara er að leiðrétta þá, sem þeir eru fyrr teknir til meðferðar. Framför í námi nýliðans verður einkum að miða við lestur og reikning, síðar einnig við skrift og stafsetningu. Lestrarnámið hefur þó sérstöðu, því að það er undirstaða að námi í flestum öðrum greinum. Þess vegna er áríð- andi að kennarinn vaki yfir hverju barni og geri viðeig- andi ráðstafanir, jafnskjótt og hann sér barn í hættu að dragast aftur úr meðalkunnáttu bekkjarins. Þar sem hóp- kennslu er beitt, má byrjandi í lestri og reikningi ekki dragast langt aftur úr meðalgetu bekkjarins, annars hættir hann að hafa not af þeirri kennslu, sem öllum er ætluð, og missir þá af meginhluta kennslunnar. Þá staðn- ar barnið í náminu. Tíu ára gamalt hefur það enn ekki náð tökum á lestrarefni fyrsta skólaárs. Ár eftir ár hlust- ar það á lestrarkennslu, sem því er notalaus, á að lesa í bókum, sem að letri og efni eru því ofviða. Undir slíkum kringumstæðum hafa kennsla og námskrafa skólans nei- kvæð áhrif á framför barnsins, verða sálrænni heilbrigði þess jafnvel hættulegar. Það er hægt að ákvarða þann mun, sem mestur má verða á kunnáttu barna, sem eiga að njóta sameigin- legrar hópkennslu. Ef vel ætti að vera, þyrftu barna- kennarar að hafa um það sérstakan leiðarvísi, sem tæki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.