Menntamál - 01.04.1957, Síða 26
12
MENNTAMÁL
minni árangur í námi en eðlilegt þykir. Þegar greindar-
skortur er meginástæðan, kemur ófullnægjandi námsár-
angur oftast í ljós á fyrsta skólaári. Samt er þetta breyti-
legt eftir því, hvaða þætti vitsmunalífsins gallarnir
skerða mest. Börn geta orðið sæmilega læs, þó að þau séu
mjög námstreg, hjá öðrum yfirgnæfa örðugleikar í lestri.
En ef tilviljunarkenndir erfiðleikar, t. d. veikindafrátaf-
ir, slæmar heimilisástæður eða spillandi félagsskapur,
hamla framför í námi, getur barn dregizt aftur úr næst-
um á hvaða skeiði námsins sem er. Örðugleikar barns í
námi, af hvaða rót, sem þeir eru runnir, eiga sammerkt
við sjúkdóma um það, að því auðveldara er að leiðrétta
þá, sem þeir eru fyrr teknir til meðferðar.
Framför í námi nýliðans verður einkum að miða við
lestur og reikning, síðar einnig við skrift og stafsetningu.
Lestrarnámið hefur þó sérstöðu, því að það er undirstaða
að námi í flestum öðrum greinum. Þess vegna er áríð-
andi að kennarinn vaki yfir hverju barni og geri viðeig-
andi ráðstafanir, jafnskjótt og hann sér barn í hættu að
dragast aftur úr meðalkunnáttu bekkjarins. Þar sem hóp-
kennslu er beitt, má byrjandi í lestri og reikningi ekki
dragast langt aftur úr meðalgetu bekkjarins, annars
hættir hann að hafa not af þeirri kennslu, sem öllum er
ætluð, og missir þá af meginhluta kennslunnar. Þá staðn-
ar barnið í náminu. Tíu ára gamalt hefur það enn ekki
náð tökum á lestrarefni fyrsta skólaárs. Ár eftir ár hlust-
ar það á lestrarkennslu, sem því er notalaus, á að lesa í
bókum, sem að letri og efni eru því ofviða. Undir slíkum
kringumstæðum hafa kennsla og námskrafa skólans nei-
kvæð áhrif á framför barnsins, verða sálrænni heilbrigði
þess jafnvel hættulegar.
Það er hægt að ákvarða þann mun, sem mestur má
verða á kunnáttu barna, sem eiga að njóta sameigin-
legrar hópkennslu. Ef vel ætti að vera, þyrftu barna-
kennarar að hafa um það sérstakan leiðarvísi, sem tæki