Menntamál - 01.04.1957, Side 31

Menntamál - 01.04.1957, Side 31
MENNTAMÁL 17 trausti hans, vekja honum vanmetakennd og lítilsvirð- ingu á sjálfum sér. Börn geta verið tápmikil og mann- vænleg, þó að námsgáfur séu takmarkaðar. Athafnaþrá þeirra krefst hugþekkra viðfangsefna og árangurs, metn- aður þeirra heimtar viðurkenningu. Ef skólinn synjar þeim um þetta, leita þau þess annars staðar. Stíflaðu far- veg lækjarins, og sjá: vatnið leitar sér nýrrar framrás- ar. Tugum og jafnvel hundruðum saman reyna börn og unglingar að kæfa sjálfsóánægju sína yfir misheppnuðu námi með því að fremja óleyfilegan verknað. Enginn fær metið alla þá ógæfu, sem slík óyndisúrræði geta leitt til. d) Vitund barns um óhæfni sína og árangursleysi í námi raskar sálrænu jafnvægi þess. Sú röskun getur orðið svo stórfelld, að hún valdi sjúklegum ágöllum á sál- arlífinu. Börn, sem verða fyrir þessu, þurfa sérstakra aðgerða við. Aðeins sálfræðingar geta — í samvinnu við kennara og lækna — ráðið bót á sjúklegum ágöllum í sál- arlífi barna. í hverjum skóla eru börn, sem þarfnast slíkrar sálfræðiþjónustu eða sálgæzlu, og ber ekki að rekja ágalla þeirra eingöngu til misheppnaðs náms. Or- sökin getur bæði verið veiklun í barninu sjálfu og sál- ■ræn áföll, sem það kann að hafa orðið fyrir. Ég minnist þriggja drengja, sem ég hafði til meðferð- ar fyrir nokkrum árum. Þeir voru ólíkir að eðlisfari, en samt allir mjög viðkvæmir. Allir höfðu þeir orðið fyrir þungu sálrænu áfalli. Tveimur brá þannig, að þeir hættu að sækja skólann, gerðust einrænir og ómannblendnir. Það reyndist kleift að hjálpa þeim. Báðir fóru aftur í skóla, annar hefur sótt æðri skóla og lokið háum prófum, hinn er ungur iðnaðarmaður. Þeir virðast hafa náð sér fylli- lega eftir áfallið. Hinn þriðji yfirgaf ekki skólann, enda gerðist atburðurinn, sem varð honum svo örlagaríkur, áður en hann varð fræðsluskyldur. Hljóðlátur sat hann í sæti sínu í kennslustofunni, en tók engan þátt í sameigin- legu námsstarfi bekkjarins. Hann var afburðagreindur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.