Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL
XL. 3
SEPT.-DES.
1967
I Tilefni kjaradóms
Kjaradómur um laun opinberra starfsmanna var upp
kveðinn 30. nóv. s. I. Rangt vœri að segja, að hann hafi vald-
ið vonbrigðum. Við Kjaradóm binda opinberir starfsmcnn
engar vonir lengur. Það er löngu orðið Ijóst, að núverandi
tilhögun á samskiptum rikisvaldsins og starfsmanna pess er
með öllu óhæf, og er parfhmst að orðlengja um pað. Hitt er
jafnljóst, að breytinga mun ekki að veenta lagaleiðina — fyrr
en að orðnum hlut. Spurningin er pvi einfaldlega pessi:
hveneer höggvum við á hnútinn? Síðasti kjaradómur ásamt
launa- og efnahagsmálaþróuninni i landinu hefur nú sett,
pessa spurningu i brennipunkt. Það var ekki, að ófyrirsynju,
að aukaþing B. S. R. B., sem haldið var í nóv. s. L, beindi
þeim tilmcelum til aðildarfélaganna að koma á fót verkfalls-
sjóðum. Þeirra getur orðið pörf fyrr en varir.
Margt hefur Verið rcett og ritað um skólamál að undan-
förnu. Maður hefur gengið undir manns hönd á opinber-
um vettvangi við að sýna fram á nauðsyn pess að efla skóla-
kerfið, m. a. hafa ýmsir hampað peirri skoðun að bœta purfi
starfsskilyrði kennara og rýmka kjör þeirra. — Hér er ríkis-
valdið bersýnilega á öndverðum meiði. í ltröfugerð sinni fyr-
ir Kjaradómi lagði samninganefnd rikisins einmitt ofurkapp
á að skerða áunnin réttindi pessarar stéttar. Af 10 tillögum
nefndarinnar, sem hnigu i pá átt að breyta starfskjörum
launþegunum til óhagrœðis, snertu 7 kennara, þar af 4 lienn-
ara eina. Þ. S.