Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 78
266
MENNTAMÁL
Af öðrum breytingum nefni ég orðasafn í lok bókar, um
Iieiztu hugtök sálarfræðinnar á íslenzku og enzku. Þó að
þetta orðasafn sé hvergi nærri tæmandi, enda ekki til þess
ætlazt, er það vafalaust til hagræðis fyrir kennara og nemend-
ur. Ennfremur eru kaflarnir utn ótta og reiði færðir saman í
einn kafla og koma nú á eftir kaflanum um atferðisvaka.
Fleiri breytinga mætti geta, en læt ég þetta nægja.
Við kennslu þessarar bókar finnst mér rnest vert um eftir-
farandi heildaratriði: í fyrsta lagi eru mismunandi rök með
og móti ýmsum kenningum rædd á skýran og hispurslausan
Iiátt. Nægir þar að benda á rök og gagnrök um sjálfsskoðun
og atferðisrannsókn, umsögn um ýmsar persónuleikakenn-
ingar og síðast en ekki sízt meðferð höf. á sálgreiningarkenn-
ingum S. Freuds.
í öðru lagi er það, sem ég vii kalla húmanisma höfundar,
sem lýsir gegn um afstöðu hans til ýmissa málefna og reyndar
gegn um alla bókina, (sbr. umræður hans um persónudýrk-
un, múgsefjun, vana og venjur, áróður o. s. frv.).
í þriðja lagi hinn skýri og skilmerkilegi stíll og alþýðlega
mál án þess að slakað sé á kröfum um vísindalega nákvæmni.
Almennar staðhæfingar fá alltaf akkerisfestu með dæmum
úr daglegu lífi eða lýsingum á tilraunum.
Það hefur stundum verið sagt í gamni, að sálarfræði sé um
það, sem allir skilja eða vita, á óskiljanlegu rnáli. Og má jaað
til sanns vegar færa um margar sálarfræðibækur, en víst er,
að hér á þetta ekki við.
Þessi bók, eins og fyrri bækur höfundar í sálarfræði, á því
ekki aðeins erindi til fárra útvaldra, heldur getur almenn-
ingur notið hennar sér til gamans og fróðleiks. Flöf. segir
sjálfur í formála, að hann hafi orðið að sleppa ýmsum mikil-
vægum sviðum, svo sem lífeðlisfræðilegri sálarfræði. En bók-
in mun þeirn mun ýtarlegri á þeim sviðum, sem rædd eru.
Og vil ég að lokum benda á, að lesa má marga kafla sem
sjálfstæðar greinagerðir, enda þótt meira vinnist við að lesa
bókina í heild.