Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
237
ist ekkert í málinu, og ríkisstjórnin hafði ekkert samband
við kennarasamtökin.
Loks þann 6. marz, eftir að kennararnir höfðu yfirgefið
skólana staðráðnir í að láta hart mæta hörðu, settust aðilar
að samningaborðinu — og daginn eftir voru fyrstu kjarasamn-
ingar kennarasamtakanna og ríkisstjórnarinnar undirritaðir.
„Við höfum náð sögulegum áfanga,“ sagði Ragnar Hans-
son frá F. S. F. „Fram til þessa var eina leiðin til að koma
sjónarmiðum okkar á framfæri óformleg viðtöl við ráða-
menn og bænaskrár til ríkisstjórnarinnar."
„Nii höfum við fengið verkfallsréttinn staðfestan svart á
hvítu,“ sagði Panu Vapaavuori, aðalritari S. O. L. með
þungri áherzlu. „Við höfum náð árangri, sem hefur grund-
vallarþýðingu."
Og Martti Máenpáá frá launamáladeild fjármálaráðuneyt-
isins lét svo ummælt: „Hin ákveðna afstaða kennarasamtak-
anna á lokastigi viðræðnanna og verkfallshótunin riðu
baggamuninn um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Ég held það
hafi verið röng stefna hjá okkur að draga málið svona á lang-
inn — það blátt áfram neyddi kennarasamtökin til verkfalls-
aðgerðanna.“
Höfuðatriði samkomulagsins var samnings- og verk-
fallsrétturinn, en annað, sem náðist fram, var: Aldurshækk-
un fyrir alla barnakennara eftir 5 ára starf (40 rnörk á mán-
uði), 50 marka launahækkun fyrir kennara, senr búa í
embættisbústöðum, aukaþóknun fyrir kennara, sem kenna
á öðru tungumáli en móðurmáli barnanna og tveggja launa-
flokka hækkun fyrir kennara lestregra barna (lespedagoga)
og kennara heyrnardaufra barna. Enn fremur var skyldan
til að búa í embættisbústöðum afnumin o° leiea embættis-
O O
bústaða í héruðum, þar sem framboð á viðunandi húsnæði
er af skornum skammt og kennarar verða af þeim ástæðum
að halda áfram að búa í embættisbústöðum, var lækkuð
um 20%. (Eftir uppl. frá ritstjórum Lárar-
tidningen / Svensk Skoltidning)