Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 64
252
MENNTAMAL
Varamaður í stjórn cr Olafur Bergþórsson, kennari Búðum.
Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á aðalfundinum:
1. Aðallundur Kennarasambands Austurlands, haldinn að Hallorms-
stað 24. september 1967, lýsir yfir fyllsta stuðningi við ályktun 14.
uppeldismálajjings SÍB og LSFK varðandi aukna fræðslu um íslenzk
þjóðernismál og skyld efni í skólum landsins.
Jafnframt telur fundurinn æskilegt, að kennarasamtökin íliugi og
undirbúi tillögugerð um það, hvernig að þcirri fræðslu og Jjjóðernis-
legu uppeldi æskufólks skuli staðið í framtíðinni.
2. Aðalfundur Kennarasambands Austurlands, haldinn að Hallorms-
stað 24. september 1967, vekur athygli á síversnandi ástandi varðandi
heimavistaraðstöðu fyrir nemendur á gagnfræðastigi í fjórðungnum.
Átelur fundurinn tómlæti fjárveitingavaldsins í Jjessum efnum og
bendir m. a. á. að undirbúningi að byggingu heimavistar við Gagn-
fræðaskólann í Neskaupstað var lokið fyrir þremur árum, en fé hefir
ekki enn fengizt til Jreirrar framkvæmdar.
Skorar fundurinn á AlJjingi að veita fé til Jjeirrar heimavistarbygg-
ingar Jtegar á fjárlögum ársins 1968 og leita jafnframt hið fyrsta fleiri
lausna á húsnæðisvanda nemenda á gagnfræðastigi, t. d. með byggingu
heimavistarskóla í Austur-Skaftafellssýslu.
3. Aðalfundur Kennarasambands Austurlands, haldinn að Hallorms-
stað 24. september 1967, fagnar vaxandi viðleitni fræðsluyfirvalda til
að halda námskeið fyrir kennara í ýmsum greinum. Væntir fundurinn
Jjess, að slík námskeið verði árviss og fastur liður til framhaldsmennt-
unnar kennara.
Flest hafa námskeið Jjessi verið haldin í Reykjavík, en |)VÍ lylgir
óhjákvæmilega ójöfn aðstaða og veruleg fjárútlát íyrir kennara utan
Reykjavíkur, nema styrkur komi til. Fundurinn vill benda á þann
möguleika, að slík námskeið verði haldin í heimavistarskólum utan
Reykjavíkur, Jjar sem dvalarkostnaður yrði langtum minni fyrir utan-
bæjarnemendur.
Vegna námskeiða, sem haldin eru í Reykjavík, beinir fundurinn
Jjeirri ósk til fjárveitingavaldsins, að ferða- og dvalarkostnaður kennara
utan af landi, sem slík námskeið sækja, verði að fullu greiddur af
opinberu fé.
4. Aðalfundur Kennarasambands Austurlands, haldinn að Hallorms-
stað 24. september 1967, lætur í ljós áhyggjur yfir því, að enn er
fræðsluskyldunni ekki fullnægt víða í sveitum. Fundurinn leggur