Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 12
200
MENNTAMAL
Kjörfrelsi i músiskum greinum.
Það skal auðkenna námið í hinum listrænu greinum, að það
sé hvort tveggja fræðilegt og verklegt. Megin þess og mæti skal
fremur miðað við manngildisþroskann en sérhæfða kennara-
menntun. Þær greinar, sem nemendum gefst kostur á að velja
eru þrjár, eins og fyrr var að vikið, músik, gymnastik og listir
handarinnar, en í þessum greinum öllum eru í landinu sérskólar
fyrir kennara, og bera þeir meginþungann af sérmenntun kenn-
ara, og hyggst Kennaraskólinn ekki fara inn á Jjeirra svið.
í músikinni mun nemendum verða kennd saga tónlistarinnar
bæði með Jrví að hlusta á og endurtjá, einkum í söng, — músik
frá ýmsum öldum, Jrannig verður námið í senn páttur af menn-
ingarsögunni, endurlifun hans og endurlífgun í persónulegri
iðkun.
Þá mun verða keppt að Jrví að kynna nemendum liversu
músikin má verða lifandi afl í daglegri kennslu, starfi og
leikjum.
Þá verður haldið áfram undirstöðunáminu úr fyrsta og öðrum
bekk skólans, og má í Jtví sambandi nefna nótnalestur og hag-
nýtar æfingar, m. a. kynningu og mat á barnasöngvum.
í gymnastik verður lögð áherzla á frjálsar íþróttir og knatt-
leiki, hljóðfallsæfingar, barnadansa, Jrjóðdansa, leiki og Ieív
reglur, auk þess sem farið verður skipidega yfir leikfimi hinna
einstöku aldursflokka skyldunámsins. Þá verður lögð stund á
bóklegt nám, til að skýra og meta gildi hinna ýmsu æfinga og
efla dómgreind kennaraefnis á hlutverk Jieirra.
í listurn handar og auga er stefnt að ájrekku marki og lýst
hefur verið varðandi músikina. Kynnt verður saga listarinnar
í svipsýnum að vísu, einkum saga myndlistarinnar, og nemend-
um gefinn kostur á námi í teikningu, meðal annars teikningu
manneskjunnar eftir kúnstarinnar reglum. í og með teikning-
unni kynnast nemendur ýmsum efnum svo sem krít, koli, túski
og öðrum dyggum dráttarefnum. Þá mun íitum verða hreyft
lítið eitt, og síðast, en ekki sízt rnunu nemendur kynnast fræði-