Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 75
MENNTAMAL
263
Að lokinni þessari miklu rannsókn sinni hóf nú dr.
Matthías bráðlega aðra rannsókn, ekki ómerkari. Birtast nið-
urstöður hennar hér á prenti í fyrsta sinn.
Árið 1958 höfðu 1875 af börnum þeim, sem hann rannsak-
aði, lokið barnaprófi, 1510 unglingaprófi og 538 landsprófi
þriðja bekkjar. Af landsprófsnemunum luku 186 stúdents-
prófi frá M. R. á tilskildum tíma. Höfundur gerði nú sam-
anburð á greindarvísitölu þessara ungmenna og aðaleink-
unnum þeirra á hinum þremur prófstigum. Hér er þess
vitaskuld enginn kostur að gera grein fyrir niðurstöðum og
ályktunum höfundar í þessu efni, en þær eru stórfróðlegar
og eiga vafalaust eltir að verða grundvöllur að umræðum
um þessi mál meðal skólamanna.
Þess skal einungis getið, að gott samræmi (há fylgni)
reyndist vera milli aðaleinkunna og greindarvísitölu. Mgrv.
stúdentanna mældist 122,7 stig, landprófsnema 118,13 stig,
unglingaprófsnema 107,16 og barnaprófsnema 104,05 stig.
Sé athugað, hvernig stúdentahópurinn dreifist á einkunna-
stigann, kemur í ljós, að dreifingin er í góðu samræmi við
grv. T. d. verður meðaleinkunn þeirra, sem hafa grv. 106,
5,19, þeit'ra, sem hafa grv. 119, 7,24 og grv. 130,4 lékk í
meðaleinkunn 8,26.
Skal þetta ekki nánar rætt hér, en mönnum ráðlagt að
athuga töflur höfundar gaumgæfilega.
Fjórði þáttur bókarinnar nefnist „Framvinduhlutverk
greindar". Er þar drepið á mjög veigamikil atriði, s. s.
„menntunarþörf tækniþróaðs þjóðfélags“, ,,að efla gáfur til
mennta“ og „notagildi og eigingildi menntunar". Margt er
prýðilega sagt í þessum köflum og sjónarmið höfundar eru
jákvæð og framfarasinnuð. Þó get ég ekki varizt þeirri hugs-
un, að þessu efni hefði mátt gera betri skil. Einkum hefði
verið þörf á því að draga enn skýrar upp megindrætti þeirr-
ar menntunarstefnu og menntunareflingar, sem höfundur
aðhyllist. En ekki er ósennilegt, að höfundur eigi eftir að
víkja að því efni síðar.