Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 125
Handbækur - námsbækur
Sálarfræði.
Ný útgáfa á sálarfræði dr. Símonar Jóh. Ágústssonar, cn
bókin er svo mjög aukin og breytt, að segja má, að uni nýja
bók sé að ræða. Þetta er mikið rit og gagnmerkt, þar sem
gerð er skil almennri og liagnýtri sálarfræði. Fjöldi mynda
er lil skýringar efninu.
Barn á virkum degi.
Víðkunn bók um barnauppeldi eftir barnasálfræðinginn
Áse Gruda Skard, dósent við háskólann í Osló. Þetta er
bókin um vandamál barnanna og foreldra þeirra og ein-
bver bezta bandbók foreldra og annarra uppalenda, sem völ
er á. — Frú Valborg Sigurðardóttir skólastjóri íslenzkaði.
Erfið börn.
Bók um sálarlíf, uppeldi og nám afbrigðilegra barna eftir
líu höfunda. I)r. Matthías Jónasson annaðist útgáfuna.
Hrafnkeis saga Freysgoða og Egils saga.
Gefnar út af Óskari Halldórssyni námsstjóra með nútíma-
stafsetningu og ýtarlegum skýringum torskilinna orða,
visna og kvæða. Utgáfur þessar cru fyrst og fremst gerðar
til notkunar í frambaldsskólum.
íslandsklukkan.
Útgáfa gerði til notkunar í frainhaldsskólum. Njörður l'.
Njarðvík annaðist útgáfuna.
Skólaritgerðir.
I.eiðbeiningar um ritgerðasmíð eftir Baldur Ragnarsson
kennara. Bókin er fyrst og fremst ætluð til notkunar i skól-
um, en liún getur ekki síður orðið til stuðnings öllum Jieim,
er temja vilja sér að orða hugsanir sinar skýrt og skipu-
lega í rituðu máli. Áður er komin út bókin Mál og mál-
notkun eftir sama böfund. Kru báðar liækurnar ánægjuicgt
nýmæli i íslenzkunámi.
Þýzk málfræði.
Ný kennslubók i þýzkri málfræði cftir Baldur Ingólfsson
menntaskólakennara. Mjög nýstárleg námsbók, sem iilotið
hefur binar beztu undirtektir.
HLAÐBÚÐ — IÐUNN — SKÁLHOLT
Skeggjagötu 1 - Reykjavík - Símar 12923 og 19156.