Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
231
nægja ítrustu kröfum um hreinlæti. í fámennum sveitarfélögum
er hugsanlegt að nýta itúsnæðið jafnframt fyrir aðra starfsemi
en beina kennslu, t. d. félagsheimili.
109. Kennsluyfirvöld sjái um, að viðhald skólahúsnæðis og skóla-
lóðar sé fullnægjandi.
110. Við skipulagningu nýrra skóla á að leita álits kennara. Þegar
nýju húsnæði er bætt við skóla, verður einnig að ráðgast um
það við kennaralið skólans.
Til þess að auðvelda störf þingsins hafði framkvæmda-
nefnd I.F.T.A. safnað skýrslum frá aðildarlöndunum um
ástandið í þessum efnum eins og það er í dag.
Vegna þeirra upplýsinga, sem þannig komu fram, lýsti
þingið yfir:
— enn er fjöldi nemenda í bekkjadeildum oftast óhæfilega mikill
til þess að full not megi verða af kennslunni.
— kennarar verða olt að sinna aukastörfum, sem fela má aðstoð-
arfólki, er fengið væri til að vinna slík störf.
— vegna fjárskorts eru barnaskólar of sjaldan búnir fullnægjandi
kcnnslutæk jum.
— of sjaldan er leitað lil kennarasamtaka um mál, sent koma skól-
um við.
Þess vegna krefst þingið:
— að ekki séu fleiri cn 25 nemendur í bekkjardeildum barnaskóla,
— að áherzla sé lögð á þjálfun nægilega margra kennara með
kennsluréttindi og kennarar eigi þess sífellt kost að auka þjálfun
sína og hæfni í starli,
— að af kennurum sé létt allri aukavinnu, sem aðstoðarfólk getur
tekið að sér. Kennarinn ber þó ábyrgð á fræðslustarfseminni,
— að barnaskólar séu ætíð vel búnir kennslutækjum,
— að barnaskólar hafi aðgang að þjónustu sérfræðinga í sálarfræði
og aðgang að þjónustu fyrir vangefin, fötluð eða lömuð börn,
— að liig um menntamál séu cndurskoðuð og færð í samtíma horf
með reglulegu millibili,
— að kennarasamtök séu höfð með í ráðum við sérhverjar athuganir
á skólamálum, t. d. á skólalöggjöf, skipulagi skóla, starfsáætlun-
um, skólabyggingum o. s. frv.
Síðast liðinn vetnr kom upp sá kvittur í Bandaríkjunum,