Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Side 4

Menntamál - 01.04.1970, Side 4
/------------N Pólitík- ekki peningar Sérkennsla afbrigðilegra nemenda er hvarvetna ofar- lega á baugi í umræðum um skólamál um þessar mundir. Víða erlendis hafa stjórnvöld og skólamenn lagt kapp á það að undanförnu að auka og bæta opin- bera þjónustu á þessu sviði. Menn hafa tekið til endur- mats fræðilegar forsendur og framkvæmd kennslu og uppeldis hamlaðra barna almennt; prófað nýjar hug- myndir og kastað fyrir borð úreltum viðhorfum og starfs- háttum. Hjá okkur er þörf stórátaks til að koma þessum mikil- væga þætti skólakerfisins í viðunandi horf, enda hefur hann verið skammarlega vanræktur, þegar á heildina er litið, þótt ýmislegt hafi verið vel gert á þessu sviði bæði fyrr og síðar. Margt er í deiglunni einmitt nú, sem vekur bjartsýni, og má þar til nefna byggingu nýs heyrnleysingjaskóla, átak í sérmenntun kennara í Kennaraskólanum og ond- urskoðun fræðslulaganna, en af henni vænta skólamenn þess m.a., að treystur verið lagagrundvöllurinn undir sérkennslu í skyldunámsskólunum, sem vægast sagt hefur verið helzt til veikur. En hér — eins og á íleiri sviðum — skortir klár markmið og ákveðna, vel skil- greinda stefnu. Hvað er það eiginlega, sem við viljum? Við islendingar berum okkur gjarnan í munn orðið velferðarríki og kennum samfélag okkar til menningar og siðgæðis. En rísum við undir þessum nafngiftum? Enginn mælikvarði er öruggari á siðgæðis- og menn- ingarstig þjóðar en sá, hvernig hún býr að þeim þegn- um sínum, er höllum fæti standa í lífsbaráttunni. Og þá er spurt: hvernig er heilbrigðisþjónustan, hversu víð- tækt er tryggingakerfið, hve áhrifarik er íélagsmálastarf- semin og — síðast en ekki sizt — hver eru uppeldis- og menntaskilyrði afbrigðilegra einstaklinga og minni- hlutahópa? Að því er tekur til hins slðastnefnda benda kald- rifjaðir umbótamenn iðulega á varnaðargildi aðgerð- anna, sem beinlínis má reikna til fjárhagslegs ávinnings fyrir samfélagið í formi lækkaðra útgjalda til heilbrigðis- mála, framfærslu og löggæzlu eða aukinnar framleiðni einstaklinganna, sem hér um ræðir. En þessi hlið máls- ins er raunar aukaatriði, þótt ekki sé rétt að gleyma henni með öllu. Hitt skiptir höfuðmáli, hvort við erum í raun og veru komnir á það siðferðisstig, að við teljum, að allir — hversu hamlaðir sem þeir kunna að vera iil líkama og sálar — eigi rétt á að þroskast að því marki, sem áskapaðir hæfileikar þeirra leyfa, og gefist þar með kostur á að lifa sjálfum sér til þeirrar hamingju, sem ekki verður metin til fjár — og það sé skyida samfé- lagsins að stuðla að því. Hér er fyrst og fremst um lífsviðhorf og gildismat að ræða; peningarnir, sem varið er til að skapa við- unandi uppeldis- og námsskilyrði handa hömluðum börnum, skipta svo óendanlega litlu máli. MENNTAMÁL 42

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.