Menntamál - 01.04.1970, Side 5
Hvarvetna, þar sem almenn skólaskylda heíur
verið lögleidd, hafa menn kornizt að raun um,
að nokkur liluti nemendanna hefur annaðhvort
ekki valdið hinni almennu námskröfu eða ekki
náð árangri í samræmi við áskapaða hæfileika
sína við venjulegar skólaaðstæður, af því að þeir
víkja á einhvern hátt frá því, sem talinn er eðli-
legur vaxtar- og þroskal'erill venjulegs barns,
vitsmunalega, líkamlega, geðrænt eða félagslega.
Vegna þessa hefur verið brugðið á það ráð að
skapa þessum afbrigðilegu nemendum náms- og
uppeldisskilyrði í samræmi við hinar sérstöku
þarfir hvers og eins. Það er þessi starfsemi, sem
nefnd er sérkennsla.1) í þróuðum skólakerfum er
sérkennslan vel skipulögð og miklu til hennar
kostað í mannafla og búnaði.
Afbrigði nemendanna eru margvísleg, bæði að
eðli og stigi, svo bregðast verður við þeim á mis-
munandi hátt. Aðgerðir eru því ýmist skipulagð-
ar í almennu skólunum sjálfum ellegar í sérskól-
um eða stofnunum utan þeirra.
Hvað
er sérkennsla?
1) Á Norðurlandamálunum er þessi kennsla nefnd
specialundervisning og kennarinn, sem við liana fæst,
specialpedagog. Af þörf kennaranna (og annars starfs-
liðs) fyrir sérmenntun á þessu sviði liefur á síðustu
áratugum verið að mótast fræðigrein, sem nefnd er
specialpedagogik og fæst við livers konar þroska-
afbrigði barna og uppeldismeðferð slíkra einstaklinga.
Ofannefnd hugtök er farið að kalla á íslenzku: sér-
kennsla, sérkennari og sérkennslufræði. há hefur bekk-
ur, þar sem sérkennsla fer fram, verið nefndur sér-
bekkur og slíkur skóli sérskóli.
Þetta fer vel í munni og er sjálfsagt að festa þessa
merkingu í orðunum. Að vísu hefur handavinna, leik-
fimi og ýmsar aðrar kennslugreinar stundum verið
nefndar samlieitinu sérkennsla, en því má auðveld-
lega breyta í sérgreinakennsla.
MENNTAMÁL
43