Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Side 6

Menntamál - 01.04.1970, Side 6
Nýja sænska námsskráin Sérkennsla í almennum skólum Dæmi um hið fyrrneí'nda skal tekið frá Svíþjóð, þar sem Skolöversíyrelsen hefur nýlega sent frá sér endurskoðaða útgáfu af Laroplan för grund- skolan, sem á að taka gildi í 1., 4. og 7. bekk haust- ið 1970, en verður komið í framkvæmd í öllum bekkjum 9 ára skólans starfsárið 1972-73. Kaflinn um sérkennsluna befst á svohljóðandi inngangi: „Sérkennslan er veigamikill þáttur í viðleitni skólans til að búa hverjum einstökum nemanda náms- og vinnuskilyrði í samræmi við hæfileika hans og þarfir. Þessi kennsla er ýmist skipulögð fyrir einstaka nemendur eða fámenna hópa samhliða og sam- ræmd annarri kennslu í venjulegum bekk (sant- ræmd sérkennsla) eða fyrir nemendur í sérbekk. Nemendur með samsetta skólaörðugleika eiga kost fleiri en einnar tegundar af sérkennslu. Sérkennslan er eðlileg hjálp, sem boðin er þeim nemendum, sem eiga við sérstaka örðug- leika að etja í skólanámi og þurfa fyllri kennslu eða stuðningskennslu samhliða kennslu í venju- legum bekk, svo og þeim nemendum, sem víkja svo mjög frá venjulegum þroskaferli líkamlega eða sálrænt, að umfang og eðli hjálparinnar er slíkt, að henni verður aðeins við komið í sér- stökum bekk. Skólaörðugleikar, sem geta leitt til sérkennslu í formi fyllri kennslu, stuðningskennslu eða sér- bekkjarkennslu eru fyrst og íremst þessir: skertur greindarþroski, liegðunarvandkvæði, örðugleikar í sambandi við skólabyrjun, námsörðugieikar sér- staklega í sambandi við móðurmál og stærðfræði, sjóngallar, heyrnarskerðing, málgallar og hreyfi- hömlun. Sérkennsluna ber að framkvæma sem einstakl- ingskennslu, í fámennum hópum og bekkjum; þar sem því verður við komið, skulu sérmenntað- ir kennarar annast kennsluna, sem skal grund- vallast á niðurstöðum tiltcjlulega umfangsmikilla rannsókna og langtímaathugana. Kennslan fari fram með sérhæfðum aðferðum, kennslutækni og kennslugögnum. A þann hátt skapast liagstæð skilyrði til nemendaverndar í samræmi við geð- MENNTAMÁL 44

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.