Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Page 10

Menntamál - 01.04.1970, Page 10
Þetta er einn af nýjustu sérskólum Norömanna, Spesialskolen for talehemmede á Bredtvet í Osló. sem einstaklingarnir dvelja þar ekki lengur en frá einum mánuði til eins og hálfs árs. Almenn markmið sérskólanna Sérskólar á barnastiginu eiga að veita fræðslu í námsgreinum barnaskóla í þeim mæli, sem við verður komið, og sérskólunum á framhaldsstig- inu er ætlað að veita almenna framhaldsmennt- un og starfsmenntun. í viðbót við þetta ber skól- unum að beita öllum tiltækum ráðum til að úti- loka áhrif fötlunarinnar á árangur nemandans. Sérskólunum er sem sé ætlað að skapa þeim börnum, sem ekki er hægt að láta í té fullnægj- andi námsaðstöðu í almennu skólunum (þar með talin sérkennslan innan skólanna), beztu hugs- anlegu uppeldis- og menntaskilyrði. Áherzla er lögð á, að markmið sérskólanna sé i grundvallaratriðum það sama og markmið al- menna skólans, og þau börn, sem vegna fötlunar sinnar geta ckki tekið þátt í námi þar, eigi kröfu á sömu breiðu almennt menntandi menn- ingarlegu og félagslegu þroskamöguleikunum og önnur börn. Hin sérfræðilega þjónusta En til þess að ná þessu marki verða sérskólarn- ir jafnframt að liafa stefnumið og verkefni af öðrum toga en almenni skólinn. Hinir ýmsu hópar afbrigðilegra barna hafa miklu meiri þörf á læknisfræðilegri, félagsfræðilegri og sál- fræðilegri þjónustu en gerist í almennu skólun- um. Þessi þörf er svo áberandi hjá einstökum MENNTAMÁL 48

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.