Menntamál - 01.04.1970, Síða 11
hópum, að náms- og uppeldismarkmiðin hverfa
í skuggann, enda er lausn ýmissa slíkra sértækra
vandkvæða iðulega skilyrði þess, að um nám eða
uppfræðslu geti orðið að ræða. Þó er það talið
grundvallaratriði, að nemendurnir, hversu fatlað-
ir sem þeir eru, fái aldrei tilefni til að líta á sig
sem sjúklinga, heldur séu þeir aldir upp og
þjálfaðir til að taka við skyldum og réttindum í
þjóðfélaginu, eins og aðrir þegnar.
Ytra skipulag
Sérskólarnir eru ýmist hreinir ríkisskólar eða
reknir af sveitarfélögunum með ríkisstyrk. Bæði
er um heimavistar- og heimangöngu / lieiman-
akstursskóla að ræða.
Sérskólaráðið hefur í tillögum sínum um upp-
byggingu sérskólanna byggt á þeirri grundvallar-
hugmynd, að nemendur á barnastigi (6—7 fyrstu
skólaárin) skuli, þar sem því verður við komið,
fá kennslu í heimangöngubekkjum, svo að þeir
geti búið heima hjá sér og fengið eins lengi og
kostur er að þroskast í eðlilegu heimilisumhverfi.
Sem dæmi um, hve sterk tilhneiging er ríkjandi
um að forðast heimavist má nefna, að ekki þykir
tiltökumál, þótt barn í vanvitaskóla þurfi dag-
lega að ferðast í 2 klukkutíma til og frá skóla.
Staðsetning lieimavistarskólanna er einnig við
það miðuð, að sambandið við heimilin geti orðið
sem traustast.
Inntaka nemenda í sérskóla
Samkvæmt sérskólalögunum ber hverri skóla-
nefnd að senda tilkynningar til viðkomandi
fræðslustjóra um börn og unglinga búsetta í
sveitarfélaginu, sem skólaskyld teljast í sérskól-
um, þ. e. a. s. börn með skerta sjón, heyrn eða
greind. Fræðslustjórinn sendir tilkynningarnar
áfram til menntamálaráðuneytisins, en það felur
síðan einhverjum sérskólanna, sem hefur upp-
töku- og athugunardeild, að rannsaka nemand-
ann — jafnvel þótt fyrir liggi niðurstöður frum-
rannsóknar skólasálfræðings heima í héraði. Slík
aihliða rannsókn tekur venjulega 2ja vikna tíma,
þar sem til koma sérfræðingar í ýmsum greinum
auk sérkennara og heimavistarstarfsliðs.
Þegar niðurstaða liggur fyrir, tekur ráðuneytið
ákvörðun um vistun nemandans í viðeigandi
sérskóla eða uppeldisstofnun. Ríkið greiðir allan
beinan kostnað í þessu sambandi, t. d. ferða- og
dvalarkostnað foreldris eða fylgdarmanns.
Þegar um er að ræða vistun í sérskóla fyrir
börn og unglinga með hegðunarvandkvæði, fær
ráðuneytið tilkynningarnar frá barnaverndar-
nefndunum. Skólanefndir eru ekki aðilar að mál-
inu, en venjulega er liaft samráð við þær. Gert
er ráð íyrir þeirri undantekningu í lögunum, að
foreldrar geti beðið um skólavist fyrir börn sín
án þess að til komi samþykkt barnaverndarnefnd-
ar.
í sérskólana fyrir börn með skerta greind (spesi-
alskolene for evneveike) eru yfirleitt ekki tekin
börn með lægri greind en ca. 50 greindarvísitölu-
stig og heldur ekki með hærri greind en ca. 75
stig. Vandi Jreirra, sem liggja ofan Jressara marka,
er leystur í almennu skólunum, en hinna, sem
liggja neðan við Jrau, á fávitahælum. Fávita-
hælin heyra undir heiibrigðisráðuneytið, og sú
sérkennsla, sem þar fer fram, er enn ekki í tengsl-
um við skólakerfið — livað sem verður í fram-
tíðinni. Sama gildir um stofnanir fyrir geðsjúk
börn (barne- og ungdomspsykiatriske poliklin-
ikker, barne- og ungdomspsykiatriske avdelinger
og barne- og ungdomspsykiatriske behandlings-
hjem).
MENNTAMÁL
49