Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 17
talkennarar, félagsráðgjafi, læknir og sálfræðing-
nr. Þessi stofnun þyrfti að hafa sams konar eftir-
lit, ráðgjöf og eftirvernd með höndum fyrir
hreyfihamlaða einstaklinga og Heyrnleysingja-
skólinn á sínu sviði.
Börn með skerta sjón
Það hlýtur að reka að jsví fyrr en síðar, að ríkið
taki við rekstri Blindraskólans, sem Blindravina-
félagið hefur rekið í nokkra áratugi fyrir eigin
reikning. Líklega er heppilegt að sameina
blindrakennsluna skóla hreyfihömluðu barn-
anna, bæði til að hagnýta betur lnisnæði, tækja-
kost og mannafla og gefa blindu nemendunum
kost á betri þjálfun í hreyfifærni, en þeir ættu
ella kost á, en einmitt á þann þátt í kennslunni
er nú lögð aukin áherzla í nágrannalöndunum.
Vanda sjóndapurra nemenda, sem þarfnast
optiskra hjálpargagna, sérstakrar lýsingar og sér-
hæfðra kennslugagna, verður að leysa einstakl-
ingslega, þar sem hér er vafalaust um mjög fáa
nemendur að ræða. En ráðgjöf og fyrirgreiðslu
þarf að vera hægt að sækja til Blindraskólans í
Reykjavík vegna slíkra nemenda, hvar sem þeir
eru búsettir.
Börn með skerta geðheilsu
og félagslega aðlögunarhæfni
Hæli fyrir mjög taugaveikluð og geðveik börn
þarf að rísa i Reykjavík. Á Reykjanessvæðinu
þarf líka að koma á laggirnar heimavistarskól-
um og uppeldisstofnunum fyrir börn með liegð-
unarvandkvæði. Þessar stofnanir þurfa að vera
á vegum ríkisins og þjóna öllu landinu. Alhug-
unarbekkir með heimangöngu eru aðeins hugs-
anlegir í Reykjavík.
Börn með skerta greind
EJjrpeldi hálfvita barna (grv. 25—50) fer fram
á ýmsum stofnunum undir yfirumsjón ríkishæl-
isins í Kójravogi. Athyglisverð þróun hefur orðið
á þessu sviði undanfarin ár. Kennslan á fávita-
stofnununum heyrir ekki undir fræðslukerfið, en
samvinna við vanvitaskólana er brýn nauðsyn
fyrir báða.
í Reykjavik og á Akureyri þurfa að rísa upjJ
heimangöngu/heimavistarskólar fyrir vanvita
(grv. 50—70), bæði skyldunáms- og framhalds-
skólar. í heimavist þessara skóla þarf að taka
j)au börn og unglinga annars staðar að af land-
inu, sem helzt þurfa á sérskólavist að halda.
Vanvitaskólunum ætti að fela eftirlit með ujjp-
ekli vanvita barna, svo og vernd og ráðgjöf við
fullorðna vanvita með svipuðu sniði og t.d.
Heyrnleysingjaskólanum á sínu sviði.
Hjáljjarbekkir fyrir tornæmustu börnin í al-
mennu skólunum koma aðeins til mála í Reykja-
vík, Kópavogi, Hafnaríirði, Keflavík, Akureyri,
Akranesi og Vestmannaeyjum. Hér yrði senni-
lega um að ræða allt að fimmtíu bekkjum. Auk
jjess jjarl stuðninpkennslu í lesveri fyrir tornæm
börn, sem ekki er ástæða til að fjarlægja úr al-
mennu bekkjunum.
Stuðningskennsla (einstaklings- og liójja-
kennsla) lilýtur að vera lausnin í skólum á öðrum
stöðurn en nefndir voru liér að framan. Stuðn-
ingskennslan jjarf að vera svo mikil að magni, að
í skólum með 200 nemendum eða þar yfir verður
einn kennaranna að vera sérkennari. Skólar af
jjessari stærð munu vera u.Jj.b. 20 talsins, og
sumir eru jjað fjölmennir, að sérkennararnir
jjurfa að vera tveir.
Börn með væga, tímabundna námsörðugleika
Börn, sem ekki hafa náð skólajjroska í upphafi
skólagöngunnar, þurfa sérkennslu. Það er engin
lausn að seinka skólagöngu þeirra um eitt ár.
Þroskabekkjum verður hins vegar ekki við komið
nema í fjölmennari skólahéruðum. Sama gildir
um sérstaka lesbekki fyrir börn með lestrar/
skriftarörðugleika. I fámennari skólahéruðum
verður að leysa þennan vanda með stuðnings-
kennslu.
Stuðningskennsla í móðurmáli og reikningi
fyrir börn með tímabundna námsörðugleika
mundi fara fram með sarna hætti og kennsla
greindarskertu barnanna, og jjað yrðu sörnu
kennararnir, sem önnuðust hana.
MENNTAMÁL
55