Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Page 21

Menntamál - 01.04.1970, Page 21
aS endurskoðun fræðslulaganna, eftirfarandi tillögu um breytingar: Lög um fræðslu barna. Niður falli úr 5. gr. c, d og e liðir. í stað 6. gr. komi: 6. gr. Þeim börnum, sem víkja svo mjög frá eðlilegum þroskaferli barna, líkamlega, vitsmunalega, geð- rænt eða félagslega, að þau fá ekki notið venju- legrar kennslu í einni eða fleiri námsgreinum, skal séð fyrir sérkennslu við þeirra hæfi. Heimilt er fræðslumálastjórn að ákveða þessum börn- um námstíma einu eða tveimur árum lengri en öðrum börnum. Sérkennslan skal fara fram einstaklingslega, í hópum, sérbekkjum eða sérskólum, eftir því sem hentast þykir eftir afbrigðum nemendanna og aðstæðum í skólahverfinu. Kennsluna skulu ann- ast sérmenntaðir kennarar, þar sem því verður við komið. Fræðsluhéruðin skulu skipuleggja sérkennsluna í samræmi við reglugerð, sem menntamálaráðu- neytið setur, og er heimilt að verja allt að 10 stundum á kennslumánuði skóla á hvern nem- anda í sérkennslu. Lög um gagnfræðanám. Niður falli c og d liðir 15. gr. í stað 17. gr. komi: 17. gr. Þeim unglingum, sem víkja svo mjög frá eðli- legum þroskaferli unglinga, iíkamlega, vits- munalega, geðrænt eða félagslega, að þau fá ekki notið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri námsgreinum, skal séð fyrir sérkennslu við þeirra hæfi. Heimilt er íræðslumálastjórn að ókveða þessum unglingum einu eða tveimur árum lengri námstíma en öðrum unglingum. Sérkennslan skal fara fram einstaklingslega, í hópum, sérbekkjum eða sérskólum, eftir því sem hentast þykir eftir afbrigðum nemendanna og aðstæðum í skólahverfinu. Kennsluna skulu ann- ast sérmenntaðir kennarar, þar sem því verður við komið. Fræðsluhéruðin skulu skipuleggja sérkennsluna í samræmi við reglugerð, sem menntamálaráðu- neytið setur, og er heimilt að verja allt að 10 stundum á kennsluménuði skóla á hvern nem- anda í sérkennslu. Þess er að vænta, að tillögurnar verði teknar til greina og sérkennslunni þar með tryggður nauðsynlegur lagagrundvöllur. Kennararnir Kennararnir, sem við sérkennsluna fást, þurfa að vera menntaðir til starfans. Auk þess að hafa reynslu af almennu kennslustarfi þurfa þeir að kunna skil á helztu tegundum þroskaafbrigða, eðli þeirra og or- sökum; áhrifum fötlunarinnar á allt atferli ein- staklingsins, viðbrögð hans við sjálfum sér og umhverfi sínu, en þó sér í lagi áhrifum á náms athöfnina og námsárangurinn. Þeir verða að vita, hvaða möguleikum læknisfræðin býr yfir í þessum tilvikum og hvers konar önnur með- ferð og útbúnaður getur stuðlað að takmörk- un eða útilokun áhrifa fötlunarinnar á nám og starf. Þeir verða að hafa vald á nýjustu sérhæfðum aðferðum við kennsluna og upp- eldið og vera heima í þeirri uppeldisheim- speki og sérkennslufræði, sem þær grund- vallast á. Sérkennaranám tekur eitt til tvö ár á Norð- urlöndum, og á síðastliðnum vetri tók Fram- haldsdeild Kennaraskóla íslands upp kennslu í þessum fræðum. í vor var þráðurinn tekinn þar upp á ný. Námið er í höfuðdráttum sniðið eftir námsskrá fyrri ársdeildar norska sérkenn- araskólans, og eiga nemendur kost á að halda þar áfram námi, ef þeir æskja. Nemendurnir Val nemenda til sérkennslu ber að vanda, eins og kostur er, svo tryggt sé, að allir njóti kennslu og uppeldismeðferðar við hæfi. Nauð- synlegar rannsóknir gerðar af samstarfshópi starfmanna verða að liggja til grundvallar ákvörðunum. Hverjir í þessum samstarfshópi eru, fer auðvitað eftir eðli málsins hverju sinni, og vísast til þess, sem áður er sagt um það, aðeins skal minnt á lykilhlutverk skólasálfræð- ingsins í hvers konar diagnostiskri vinnu. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða, að skipulag sálfræðiþjónustu skólanna komist í viðunandi horf hér á landi, svo hún verði þess MENNTAMÁL 59

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.