Menntamál - 01.04.1970, Síða 28
Þróun
skólans
Aukinn
skilningur
Lengd
náms-
tímans
Tilhögun
námsins
október úrið 1946 tók svo Upp-
eldisskóli Sumargjafar til starfa.
Skólastjóri hefur frá upphafi verið
frú Valborg Sigurðardóttir, upp-
eldisfræðingur. Arið 1957 var nafni
skólans breytt, og heitir hann nú
Fóstruskóli Sumargjafar.
í upphafi vakti skóli þessi ekki
mikla athygli eða áhuga ungra
kvenna. Fyrstu nemendur skólans
brautskráðust vorið 1948, voru þeir
9 talsins. Munu í fyrstu fjórum ár-
göngunum hafa verið jirjátíu
stúlkur samtals og þá aðeins inn-
ritað annað hvort ár. Óhætt er að
fullyrða, að skilningur almennings
á mikilvægi fóstrustarfsins hefur
vaxið með árunum, og má geta
jiess, að nú eru í Fóstruskólanum
fimmtíu og sex nemendur í tveim-
ur bekkjardeildum, auk þess eru
Jrrjátíu og sex forskólanemar við
verklegt nám á barnaheimilunum,
og eru því nemendur jretta skóla-
ár níutíu og tveir talsins. A jæssu
vori mun skólinn að öllum líkind-
um brautskrá tuttugu og sex nem-
endur, og verða þá fóstrur, sem
lilotið hafa menntun sína við skól-
ann, tvö hundruð fjörutíu og sjö,
og eru margar jreirra í starfi víðs
vegar um land, þótt fjölmennastur
sé liópurinn, sem starfar á vegunt
Reykjavíkurborgar. Þá hafa nokkr-
ar fóstrur aflað sér framhalds-
menntunar, einkanlega í sambandi
við heyrnardauf og taugaveikluð
börn.
Eins og sést af framanskráðu tek-
ur fóstrumenntunin nú jnjú ár.
Til inngöngu í skólann er nú
krafizt lands- eða gagnfræðaprófs.
Fyrsta árið koma nemendur á bók-
legt námskeið um miðjan septem-
ber. Er þá larið yfir starfshætti á
barnaheimilum, hjálp í viðlögum
o.fl. Frá fyrsta september lil apríl-
loka eru jressir forskólanemendur,
eins og þeir eru kallaðir, við störf
á barnaheimilum og hafa Jjá laun.
í fyrsta bekk skólans setjast jjeir
síðan næsta haust, 1. október, og
eru Jjá við bóklegt nám 7 mánuði
að undanskildum einuni degi í
viku, sem jieir cru við verklegar
Náms-
greinar
Erfið
ytri
skilyrði
Lausn
húsnæðis
mála
Þrjátíu
fóstrur
á ári
æfingar á barnaheimilunum. Frá
1. maí til 1. október jiað ár er verið
við störf á barnaheimilum, og hafa
nemarnir þá jjriggja vikna sumar-
frí. Þessi sumarvinna er launuð.
Lokaáfangi námsins er svo bók-
legt nám í öðrum bekk skólans,
frá 1. október fram í maí, að und-
anskildum einum mánuði, en þá
eru nemarnir við verklegt nám.
Námsgreinar í 1. bekk eru:
Barnasálarfræði, meðferð ung-
barna, heilsufræði, félagsfræði, ís-
lenzka, danska, föndur, gítarleikur,
sögur og kvæði, söngur og teikning.
í öðrum bekk eru jjessar náms-
greinar: Sálarfræði, uppeldisfræði,
framsögn, næringarefnafræði, ís-
lenzka, danska, sögur og kvæði,
söngur, föndur, smíðar, teikning og
gítarleikur. Annað livort námsárið
fá nemendur stutt námskeið í ryt-
mik.
Skólinn liefur lengst af búið við
erfið ytri skilyrði. Fram til ársins
1964 var liann jafnan til húsa í
einni stofu á einhverju barnaheim-
ilinu. Kom liann þau ár við í
Steinahlíð, Grænuborg, Tjarnar-
borg (tvisvar) og Flagaborg. Flaust-
ið 1964 flutti hann að Fríkirkju-
vegi 11 í sambýli við Æskulýðsráð,
unz hann flutti í núverandi húsa-
kynni í Lækjargötu 14 B haustið
1969. Verða það að teljast hin
merkustu tímamót í sögu skólans.
Þetta gamla hús, sem Búnaðarfélag
Islands reisti á sínum tíma, hentar
skólanum rnjög vel. A efri hæð cru
tvær stofur fyrir bóklega kennslu
og á neðri hæð smlða- og föndur-
stofa, herbergi fyrir skólastjóra og
kennara og hreinlaatisherbergi.
Eins og samgöngum er háttað er
staðsetningin hin ákjósanlegasta og
ekki spillir útsýnið ylir Tjörnina.
Eins og er mega því málefni
Fóstruskólans teljast í allgóðu
horfi. Skólinn lielur fengið gott
Kúsnæði, aðsókn er mikil og vax-
andi og líkur á, að um þrjátíu
fóstrur brautskráist árlega á næst-
unni. Með Jjví verður vel séð fyrir
þörfum barnaheimilanna l'yrir sér-
menntað staríslið.
M ENNTAMÁL
66