Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 34

Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 34
í dag er bolludagurinn, eins og sjá má. um við bændaglímu með þáttöku bæði drengja og stúlkna öðru hvoru. Þá reyndi stundum á stolt strákanna að láta ekki stelpu verða „glímukóng"! Sum börnin hafa sjaldan tíma til að „leika“ sér. Þau sækja þá óklárað verkefni í skúffuna sína og halda áfram með það, þar til timinn er þúinn. Flest börnin eiga sér síbreytileg áhugamál. Einn daginn er mömmu- leikur með tilheyrandi kökubakstri (leir) skemmtilegast- ur, næsta dag er bezt að finna sér rólegan stað og raða púsluspili. Við höfum reynt að velja leikföngin þannig, að þau hafi uppeldislegt gildi. Höfum við nokkrar gerðir af kubbum, púsluspilum og mekkanóum, sem börnin geta gengið að. Rík áherzla er lögð á, að gengið sé vel frá hverju leiktæki, og kemur þá fljótt í Ijós, hvernig börn- in eru vön að ganga um dótið sitt heima. Stundum Ijúkum við deginum með söngleikjum eða horfum á smáleikrit, sem nokkur börn hafa æft í frjálsa tímanum eða jafnvel heima. Ég man sérstaklega eftir síðasta degi fyrir jólafrí. Við kennararnir áttum annríkt við að ganga frá verkefnum barnanna. Tvær vinkonur voru með plötuna Litlu Ljót, og sögðust ætla að leika leikritið, þær höfðu líka búningana tilbúna. Við þáðum þetta góða boð. Önnur lék svo Litlu-Ljót, en hin allar systurnar. Og viti menn, frum- MENNTAMÁL 72 sýningargestir, 20 að tölu, sátu hinir ánægðustu í 15 mínútur! Einu sinni í viku notum við ameríska bók „Við lesum rnyndir", sem er sérstaklega hugsuð til að gera börnin lesþroska. Þar er m.a. æfð augnhreyfing frá vinstri til hægri, litaskyn og ýmis eftirtektar- og minnisatriði. Verkefni eru oftast unnin með hverri blaðsíðu. Þegar við hefjum aftur starf að loknu skammdegis- leyfi, breytum við námstilhögun nokkuð. Nú byrjum við að læra stafina. Við förum okkur þó hægt til að byrja með og tökum aðeins 1—2 stafi á viku. í samráði við kennara 7 ára barna byrjum við líka með algengustu hugtök í mengjum, og þótti það gefa góða raun eftir fyrsta veturinn. Einn dag notum við til að heimsækja Þjóðminjasafn- ið, og næsta dag tölum við um og teiknum það athyglis- verðasta, sem þar þar fyrir augu. Að öðru leyti er starf- inu háttað líkt og áður. Markmið þessara deilda er að sjálfsögðu að gefa nemendum kost á sem jöfnustum undirþúningi undir skólagöngu og jafnframt að þroska þau til hugar og handa. Þó tel ég, að ef til vill sé það allra mikilvægast að hafa nægan tíma til að sinna hverjum einstökum nemanda. Engin námsskrá rekur á eftir.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.