Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Síða 35

Menntamál - 01.04.1970, Síða 35
Hörður Bergmann: Er gagn af málfræðikennslunni? Málfræði- kennsla r I skyldunámi Við málfræðikennslu í skyldunámi hefur lengi verið stuðzt við næstum óbreyttar kennslubæk- ur. í barnaskólum hefur íslenzk málfræði eftir Friðrik Hjartar og Jónas B. Jónsson verið notuð síðan 1944, málfræði eftir Björn Guðfinnsson (íslenzka I) kom út 1935 og hefur verið notuð í málfræðikennslu framhaldsskóla síðan, lítið breytt. Endurskoðun hennar 1958 var einkum fólgin í því að æfingadæmum á samfelldu máli var fækkað og sun'durlausar málsgreinar teknar í staðinn, í því skyni að gera verkefnin misþung. Báðar þessar bækur fjalla um greiningu málsins í orðflokka, beygingu orða, greiningu þeirra í einstaka hluta og þeim fylgir hljóðfræðiágrip. Algengast er að verja til málfræðikennslunnar einni stund á viku í 5. bekk barnaskóla, tveimur í 6. bekk og tveimur í 1. og 2. bekk gagnfræða- stigs. I Námsskrá fyrir nemendur á frœðslu- skyldualdri (útg. 1960) er gert ráð fyrir að mál- fræðinámið liefjist í 9 ára bekk, en málfræði- kennslan í 9 og 10 ára bekk barnaskóla fer oft fram án þess að stuðzt sé við sérstaka bók. Erfitt er að finna eitthvað um markmið og tilgang málfræðikennslunnar í áðurnefndri náms- skrá. Helzt skýrast þau alriði í eftirfarandi at- hugasemdum um kennsluna. „Á barnafræðslu- stigi verður að stilla málfræðikennslu í hóf og getur orðið skaðlegt að ætla börnum þar mikið nám. Hins vegar eiga sæmilega greind börn að geta lært þau atriði, er mest gildi hafa fyrir stafsetningu og rétta beygingu málsins. En eðli- legast er á barnafræðslustiginu að tengja mál- fræðinámið stafsetningu og stílagerð". Ennfrem- ur segir í námsskrá: ,,Á unglingastiginu ber einn- ig að leggja megináherzlu á þau atriði málfræð- innar, sem gera nemendurna færari um að fara rétt með málið bæði skriflega og munnlega." Nú ber þess að gæta að það er ósannað mál að til séu ,,— þau atriði málfræðinnar, sem gera nemendurna færari um að fara rétt með málið bæði skriflega og munnlega." í þessu efni höf- um við engar innlendar rannsóknir við að styðj- ast. En niðurstöður erlendra rannsókna benda MENNTAMÁL 73

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.