Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 37

Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 37
inn lærir skilgreiningu nýs hugtaks, fær það skýrt með dæmi og leitar síðan að fyrirbrigðinu í merkingar- og samhengislausum texta (æfingu). Þannig lærist t.d. hvað er lýsingarorð, viðteng- ingarháttur, bandstafssamsetning o.s.frv. Námið er æfing og athugun formseinkenna, án tillits til efnis. Námi þessu er ekki ætlað að auka mál- skilning eða auðga málnotkun, skýra eðli og möguleika máls sem tækis til samskipta milli fólks. Duglegir nemendur geta náð talsverðri leikni í að leysa áðurgreind viðfangsefni, en það liggur í hlutarins eðli, að þeim er ókleift að tengja lærdóm þann og æfingar við daglega mál- notkun, eigin vandamál, er þeir leitast við að skilja málið og nota það til að tjá hug sinn. Af- leiðing þess er námsleiði, námið getur ekki vakið áhuga þar sem tilgangur og gildi er óljóst. Spurn- ingum um tilgang og gildi málfræðikennslu er varpað fram í kennaraleiðbeiningum er fylgja nýrri danskri móðurmálskennslubók handa8.—10. skólaári. (Dansk er mange ting, Kh. ’68) eftir málfræðingana Erik Hansen og H. J. Steensig. Þeir segja: „Sprogbygningen, grammatikken, be- hersker vi alle instinktivt endnu fþr vi kommer i skole. Grammatikken er ikke noget man gár og lægger mærke til. Man kan den bare. Afvigels- er fra en sproglig norrn — f. eks. dem man kalder sprogfejl — er sá at sige aldrig brud pá sprog- bygningens regler: man mistænker ingen for at være udlænding fordi han siger i vinters, fordi at eller st</>rre end mig. Spþrgsmálet er sá om det tjener noget for- nuftigt formál at gþre eleverne opmærksomme over for noget de behersker i praksis uden at lægge mærke til det. Hvorfor skal vore elever lære dansk grammatik?" Höfundarnir gera m.a. svofellda grein fýrir bók sinni í formála: „Dansk er mange ting lægger vægt pá at beskrive sprog som kommuni- kation og dette formál kan ikke pá nogen særlig ])raktisk máde forenes med grammatisk termino- logi og grammatisk disposition af stoffet. D.M.T. forudsætter sáledes ingen grammatiske kund- skaber, og „Sprogets mekanisme” er ikke noget n0dvendigt supplement". Þessi kennslubók um eðli og einkenni málsins sem tækis til mannlegra samskipti byggir sem sagt ekki á neinni málfræði- þekkingu og stutt málfræðiágrip (Sprogets mek- anisme) sem gefið var út með bókinni, er að þeirra dómi ekki nauðsynlegt viðbótarnámsefni. Þessi nýja bók lilaut strax mikla útbreiðslu í dönskum skólum og var uppseld s.l. sumar, en nóg var til af málfræðiágripinu. Sé miðað við námsskrá og próf í íslenzku (barnapróf og unglingajrróf) er hefðbundin mál- fræðikennsla enn stunduð af talsverðu kappi á skyldunámsstigi. Hvar skyldi skýringanna vera að leita? Að líkindum í áðurnefndri trú á gildi málfræðinámsins fyrir rétta málnotkun og staf- setningu og auk þess trú á gildi þess fyrir nám i erlendum málum. Víkjum nánar að hinu síðar- talda. Er sú málfræðikunnátta sem nú er leitazt við að tryggja nauðsynlegur grundvöllur fyrir tungumálanám? Auk þess sem bent skal á þær niðurstöður bandarískra rannsókna um jietta atriði, sem getið er Iiér að framan, er vert að gefa jrví gaum að þróun í kennslu erlendra mál, hér sent víðar, stefnir æ meir að Jtví að æfa nemend- ur í að skilja mælt mál og nota ]:>að, en síðar kemur æfing í að lesa texta og skrifa á málinu. Ferlið er Jjað sarna og Jiegar börn læra móður- málið. Málfræðilegar reglur gegna litlu hlut- verki. Á næstu árum er ætlunin að nám í er- lendum málum færist yfir til barnafræðslustigs- ins. í áætlun Skólarannsókna menntamálaráðu- neytisins er fyrirhugað að Jjetta verði gert í áföng- um og við upphaf skólaárs 1974—75 verði 10 ára börnum framvegis kennd danska og í II ára deildum verði byrjað á ensku. Hin beina aðferð hlýtur að gegna veigamiklu hlutverki í mála- kennslu í barnaskóla. Sé gripið til ntálfræðilegra skýringa Jtegar fram í sækir, gildir raunar einu hvort hið málfræðilega hugtak hefur verið kynnt áður í móðurmálskennslunni. Hvert tungumál lýtur sínum lögmálum Jtótt ýmis sameiginleg hugtök megi nota til athugunar og umræðu um þau, svo sem orðflokkaheiti, kyn, tölu, tíð, o.s.frv'. Málanám er fólgið í nýrri venjumyndun, venjtir sem skapast í Jteim hluta málfræðinámsins í ís- lenzku sem felst í beygingu orða verða ekki að neinu liði Jtegar nemendur Jturfa að beygja ann- að mál, heldur þvert á móti. MENNTAMÁL 75

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.