Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 38
Hvers konar kennslu er þörf?
Séu þær ályktanir sem dregnar eru hér að ofan
réttar, hlýtur sú spurning að vakna, livaða stefnu
málfræðikennslan eigi að taka hér á landi. Höfuð-
villan í núverandi stefnu felst í því að athyglinni
er beint að krufningu máls og ,,réttu“ máli regl-
um samkvæmt, án eðlilegs samhengis. Skólamál-
fræðin hefur fjallað um málið slilið úr tengslum
við fólk, þjóðfélag og menningu. í móðurmáls-
kennslunni jjarf hins vegar að fjalla um notkun
og áhrif málsins (funktion), rétt mál á réttum
stað (gott mál). Fjalla þarf um máiið sem tengi-
lið við umhverfið, skerpa skilning nemenda á
jjeim boðum sem málið flytur þeim frá umhverf-
inu og auka jafnframt hæfni þeirra til að tjá
sig. í stað þess að fá nemendum það verkefni
að íiokka og greina plöntur í framandlegum
görðum Jjarf að hvetja þá og aðstoða við að
uppgötva sjálfir og rækta sinn eiginn garð. Þörf
er áherzlubreytinga í grundvallaratriðum. Sú
málfræðikennsla sem reist er á hefð latínuskólans,
hugsuð sem hjálp við nám í latínu og grísku,
á Jjeim tíma sem álitið var að nemendur kynnu
móðurmál sitt nægilega vel, á ekki erindi við
skóla í dag. Tími hins kyrrstæða bændasamfélags
er liðinn, börn og unglingar læra ekki lengur
á heimilum sínum mál er nægir til sæmilegs skiln-
ings á sameiginlegri menningu þjóðarinnar né
máli Jjví er nú umlykur uppvaxandi kynslóð, t. d.
í fjölmiðlunartækjum. Hver kynslóð verðnr að
breyta hefðbundnu námsefni og kennsluaðferð-
um í samræmi við þær forsendur sem nýir tímar
skapa. Það er fráleitt að eyða ná dýrmætum og
dýrum skólatíma í að láta nemendur greina sund-
ur mál sem Jæir hafa takmarkaðan skilning á og
valda lítt bæði munnlega og skriflega. Reynsla
kennara í öllum greinum er sú að nemendur hafi
að loknu skyldunámi lakara vald á máli en eðli-
legt og æskilegt er. Hins vegar munu margir ætla
að málskilningur þeirra sé ekki jafn mikið vanda-
mál. Þó hljóta flestir kennarar að geta nefnt
mörg dæmi um furðu lélegan málskilning nem-
enda sem komnir eru í framhaldsskóla og skiln-
ingssnauðan og ónákvæman lestur þeirra. Nefna
má til dæmis að á landsprófi miðskóla í dönsku
síðast liðið vor var ein spurning á skriflega próf-
inu orðuð svo: í hverju eftirtalinna orða er d
borið fram? Síðan voru talin upp fimm orð. Nær
40% nemenda J)eirra er prófið Jnæyttu svaraði
með fleiri en einu orði [jrátt fyrir ótvírætt orða-
lag spurningarinnar. Þó er hér um að ræða nem-
endahóp sem lalinn er í skarpari helmingi ár-
gangs og ætla verður að hafi lagt sig í líma við
að skilja orðalag prófspurninganna.
Við upphaf skólaárs nú í haust gerði ég athug-
un á Jdví í tveimur Jxriðja bekkjar deildum í
Hagaskóla hvernig nemendum gengi að skýra
merkingu orða með skáletri í eftirfarandi
texta, sem tekinn var úr kennslubók í mannkyns-
sögu sem Jxeir höfðu lært veturinn áður: Föníkar
voru liarðdrcegir i viðskiptum og fjáraflarnenn
miklir. Ekki stóð list og menntun hjá Jxeim með
miklum blóma. Trúarbrögð [xeirra voru grimmd-
arleg og mannblót tíð. Ennfremur voru nemend-
urnir beðnir að skýra orðið borgarastyrjöld. Nem-
endurnir höfðu textann lijá sér og svöruðu skiif-
lega. Orðið borgarastyrjöld var ekki sýnt í sam-
hengi, en Jsess má geta að einn kafli í áðurnefndri
kennslubók ber heitið Borgarastyrjöld í Englandi.
Úrlausnirnar voru 55 alls. Vel gekk að skýra tvær
fyrri málsgreinarnar. Voru 47 skýringar á orða-
sambandinu, 51 á orðinu og 48 á orðtakinu réttar
eða nærri réttu lagi. Hins vegar voru aðeins 13
skýringar á orðinu mannblót réttar. Töldu flestir
að Jxað merkti: blótsyrði, að tala ljótt. 15 skýr-
ingar voru réttar á orðinu boigarastyi'jíikl. Fleiri
töldu Jxað merkja stríð milli borga og 12 reyndu
ekki að skýra orðið. Þess skal getið að umræddur
nemendahópur náði á unglingaprófi árangri sem
var heldur lakari en meðallag hjá Jxessum áigangi
í skólanum.
Varasamt er að draga einhverjar víðtækar
ályktanir af Jxeim dæmum sem hér hafa verið
nefnd. Fidlyrða má Jxó að í mörgum námsgrein-
um væxi vert að gefa málskilningi nemenda meiri
gaum en nú er gert. Það er t. d. fjarstæða að láta
nemendur sem hvorki skilja merkingu forskeyta
né geta notað þau til að auðga mál sitt, fást við
oi'ðmyndunargreiningu. Og nemendur sem ekki
hafa öðlazt nokkra leikni í að setja saman orð og
MENNTAMÁL
76