Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Síða 40

Menntamál - 01.04.1970, Síða 40
vænta að í námsskrám og kennslubókum fram- tíðarinnar verði þetta sjónarmið ráðandi. Þó má benda á nokkur atriði til frekari skýringar. Þær athuganir sem gerðar eru á mismunandi eigin- leikum, máli, stíl og merkingu þess lesefnis sem notað er í móðurmálskennslunni, þarf að tengja æfingum og verkefnum sem nemendur fá í þeim tilgangi að auðga og bæta málnotkun þeirra sjálfra. Lesefnið má ekki einskorða við skáldskap, lieldur þarf líka að fjalla um margvíslegt fræðslu- efni, fréttir, auglýsingar og skemmtiefni eins og það birtist í öllum fjölmiðlunartækjum og skóla- blöðum, sendibréf af ýmsu tæi, dægurlagatexta o. m. fl. Að sjálfsögðu verður að fjalla um les- efnið á ólíka vegu eftir því hvað um er að ræða, en alltaf má auka skilning nemenda á eðli og eiginleikum mismunandi texta með því að fá þeim verkefni sem tengd eru lestrinum, setja þá i stöðu höfundanna. Það verkefni að lýsa atburð- um frá ólíkum sjónarhornum skýrir t. d. eðli hlutlausrar eða hlutdrægrar málnotkunar betur en langar útlistanir og dýpkar skilning á mismun- andi frásögnum dagblaða af söinu atburðum, opnar nokkra sýn inn í eðli áróðurs. Athugun á notkun sagnorða í vel ritaðri frásögn og það verkefni að umrita frásögn jiar sem notuð eru slitin og fábrotin sagnorð, getur vakið skilning á gildi jiess að velja hnitmiðuð orð sem hæfa tilganginum, gildi orðavals yfirleitt. Ef athugun h'kinga helzt að einhverju leyti í hendur við Jxið verkefni að velja sjálfur líkingar við hæfi um liluti og fyrirbæri, skýrir jiað eðli og möguleika Jjess stílbrigðis betur en langar ræður. Lengi mætti tína dæmi frá ýmsum stigum í náminu til að skýra gagnkvæman stuöning og nánari samfléttun allra þátta móðurmálskennsl- unnar. Hér verður jró staðar numið, en jress í stað vakin athygli á tveimur nýlegum kennslu- bókum sem skýra betur en langt mál ýmsa mögu- leika á slíkri kennslu. Átt er við bækurnar Mál og málnotkun eftir Baldur Ragnarsson, sem ætl- uð er 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla og Móðurmál eftir Ársæl Sigurðsson, sem ætluð er 10 og II ára bekkjum bamaskóla. Fullyrða má að þessar bæk- ur séu merk brautryðjendaverk hvor á sínu sviði og hljóta að verða kennurum hvatning til að MENNTAMÁL 78 endurskoða vinnubrögð og alla stöðu íslenzku- kennslunnar. Núgildandi Drög að námsskrá fyrir samrœmt gagnfrœðapróf og Bráðabirgðanámsskrá fyrir framhaldsdcildir gagnfrœðaskóla skýra einn- ig nánar ýmis jnau atriði sem hér hefur verið drepið á og brjóta upp á merkum nýmælum. Enda Joótt þessi grein sé ágripskennd, getur lnin vonandi vakið umlnigsun og frekari umræð- ur um þau vandamál sem fjallað var um. Samn- ing nýrrar námsskrár fyrir skyldustigið í íslenzku sem lieild er orðin brýnt úrlausnarefni. Þó er enn brýnna að hafizt verði handa um samningu nýrra kennslugagna, jní að fagurlega orðaðar námsskrár með ábendingum um kennslu og kennsluaðferðir án gagna til að styðjast við eru haldlitlar til lengdar. Skorti fjármagn til fram- kvæmda skal að lokum bent á þá leið að fella nið- ur eina málfræðikennslustund í 1. bekk gagn- fræðastigs um land allt. Við j:>að sparast a.m.k. ein milljón króna á ári sem væri áreiðanlega bet- ur varið til samningar og prófunar á nýjum kennslugögnum en framhalds á jjeim grundvelli sem nú er byggt á.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.