Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Side 44

Menntamál - 01.04.1970, Side 44
-------------------------------------------------------N KENNSLULEIÐBENINGAR MEÐ LITLUM SKÓLALJÓÐUM Utg.: Ríkisútgáfa námsbóka. HöfuncLar: Finnur Torfi Hjörleifsson og Vilborg Dagbjartsdóttir. \_______________________________________________________/ líffræðikennslu í framhaldsskólum okkar. Hún tengir okkur nýrri lrug- myndum um kennslu og túlkar þau viðhorf í fræðigreininni, er telja verður meðal þeirra, sem bezt ntun gagna nútímafólki til þess að átta sig á eða skynja samtíð sína um þessi efni. Eðlilegt er að spyrja um stöðu þessarar nýju bókar í menntakerfi okkar. Hver er hún, og hver kann hún að verða? í menntaskólunum hefur endurskoðun námsefnis ekki verið tekin föstum tökum og þess því ekki að vænta, að fyrir liggi ljósari hugmyndir um, iivað við viljum kenna þar í líffræði um sinn. Þær áherzlur eru enn ekki mótaðar og starfið því um margt handahófskennt. Telja verður lík- legt, að við viljum taka upp kennslu í ekológíu, fræðunum um samskipti lífveranna við dauða náttúru og sín í milli, en þáttur hennar í inynd líffræðinnar i dag verður æ stærri. I verki sínu ræðir próf. Weisz þennan þátt ekki af verulegum jiunga, og getum við Jjví ekki vænzt Jjess, að það leysi framvegis allan okkar vanda um val námsefnis. Vandi annarra fram- haldsskóla er væntanlega svipaðs eðlis, en margt íleira kemur hér til greina, sem ekki verður rætt hér. hýðing bókarinnar á íslenzku hef- ur tekizt vel, og gengur Ornólfur Thorlacius að því verki af hispurs- leysi og reynist býsna úrræðagóð- ur. Verkið er erfitt og vandasamt, vegna Jjess live lítið er til ritað urn h'ffræði á íslenzku. Þýðandi beitir þeirri sjálfsögðu aðferð að aðlaga aljijóðlega orðstofna, Jjegar íslenzk orð finnast ekki eða Jjykja ekki álit- leg. Prentun bókarinnar, myndbún- aður, orðskýringar og atriðaorða- skrá eru til verðugs hróss og með menningarbrag, en bókinni er búin veik umgjörð í lélegum spjöldum. Birting síðari hluta bókarinnar hef- ur dregizt von úr viti, og er Jjað áminning um, að útgáfumál fram- haldsskólanna bíða úrbóta. Stefán Bergmann. Ut eru komnar Kennsluleiðbein- ingar með Litlum skólaljóðum Jó- annesar úr Kötlum, eftir ofan- greinda höfunda. Þar er að finna greinargerð Jóhannesar fyrir efnis- vali í Litlu skólaljóðin. Mér hefði Jjótt fara betur á Jjví, að greinar- gerð sú, sem hér er vitnað í, hefði verið höfð sem formáli fyrir skóla- ljóðunum. Ef dæma má eftir Jjeirri ívitnun, sem hér er að finna, þá hefði hún átt þangað fullt erindi. Höfundarnir ræða um hlutverk ljóðsins fyrr og nú og komast að Jjeirri niðurstöðu, að Jjað eigi enn Jjríþættu hlutverki að gegna: „1. Það glæðir ímyndunarafl og sköpunarþrá barna. .. .“ „2. Það víkkar og dýpkar skiln- ing barna á umhverfi þeirra...." „3. Það þroskar málskyn og mál- notkun barna. . . .“ Þeir koma síðan með nokkrar tillögur um Jjað, hvernig bezt verði að Jjví unnið að ná framangreind- um árangri. Þar má nefna upplestur kennar- ans, samlestur og kórlestur barn- anna. Þá vilja Jjeir, að börnin séu hvött til að nota kvæðin sent íyrir- mynd við eigin ljóðagerð, og eru nokkur dæmi um það í leiðbein- ingunum. Alkunn er einnig sú að- ferð, sem liöfundarnir benda á, að láta nemendurma myndskreyta kvæðin. Hér er sú hætta á ferðum, að meiri áherzla verði lögð á að vinna með kvæðin en að láta „....hinn óskilgreinanlegan galdur ljóðsins.“ (ívitnun í Jóhannes úr Kötlum) hafa áhrif á tilfinningar barnanna. Þetta verður Jjó ávallt á valdi livers kennara. Höfundarnir gera tilraun til að flokka Ijóðin niður kennurum til hægðarauka. Sú flokkun getur vissulega orkað tvímælis, t. d. þykir mér vísa Egils Víkingsef?iið betur við hæfi sem námsefni eða lestrar- efni 9 ára barna eða eldri en 8 ára barna. Að mínum dómi hefðu Fiðr- ildi bls. 63 og Kvöldkvesði bls. 60 getað komið í Jjcss stað. Að lokum skal svo Jjiikkuð sú viðleitni, sem nú er hafin, að láta handbækur til kennara fylgja kennslubókum. Magnús Mag??ússon. MENNTAMÁL 82

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.