Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 45
Paul B. Diederich:
o Einföld tölfræði
fyrir kennara
o
Atriðagreining prófa
Atriðagreining
með handauppréttingu.
o
o
o
o
Til kennara, sem ekki eru
stærðfræðilega sinnaðir.
Höfundur er fyrrverandi latínukennari
með 30 ára starfsreynslu. Hann fékk áhuga á
prófum vegna alls þess þvættings, sem ríð-
ur húsum í umræðum um kennslumál.
Hann vildi kanna, hvers virði þauprófvoru,
sem hann samdi sjálfur, bæði ritgerðapróf
og hlutlæg próf. Þar sem það tók lengri
tíma en hann kærði sig um að vinna úr
niðurstöðum prófanna með hinum ná-
kvæmu og ágætu aðferðum tölfræðinnar,
komst hann smám saman upp á lag með
að nota fljólegar aðferðir, sem gáfu nokk-
urn veginn sömu niðurstöður. Sumar þess-
ar aðferðir fann hann upp sjálfur.
Allar þessar aðferðir hafa farið gegnum
tvo hreinsunarelda. Fyrst notaði sonur höt-
undar þær við raunhæf verkefni, þávarhann
í 8. bekk og hafði þokkalega meðaleinkunn í
reikningi. Hann var ekki í neinum vand-
ræðum með hina reikningslegu hlið þeirra.
f annan stað hafa þessar fljótlegu aðferðir
verið ræddar við lærða tölfræðinga, sem
mölduðu fyrst lítið eitt í móinn, en voru svo
sammála því, að aðferðirnar gæfu þær upp-
lýsingar, sent kennarar þyrftu yfirleitt á að
halda, og væru nógu nákvæmar fyrir al-
menn bekkjarpróf.
Það, sem útgeíin próf hafa einkum fram
yfir próf, sem kennarar semja, er, að liin
fyrrnefndu eru forprófuð á stórum hópi
nemenda liliðstæðum þeim, sem prófin eru
ætluð, og íær þá höfundurinn tölulegar
upplýsingar um a) svör liópsins við hverri
spurningu (hve hár hundraðshluti hafði
rétt svar við henni), b) greiningarhæfni
hverrar spurningar (byggt á því, hve miklu
fleiri nemendur með háa einkunn en lága
höfðu rétt svar) og c) hve margir nemendur
með háa einkunn og hve margir með lága
einkunn völdu hvert tiltekið svar við hverri
spurningu. Höfundurinn sleppir síðan
jjeim spurningum, sem eru of erfiðar, of
auðveldar eða ekki nógu greinandi, ellegar
breytir þeim með því að endurbæta einstök
svör eða setja önnur svör í staðinn. Venju-
lega er a.m.k. helmingi spurninganna, sem
forprófaðar eru á þennan hátt, sleppt eða
þær endurbættar, og endanlegt form prófs-
ins hefur aðeins að geyma spurningar, sem
líklegar eru til að prófa vel.
Kennarar geta ekki forprófað spurningar
mikilvægra prófa á þeim hópi nemenda,
sem á að taka prófið. Það mundi upplýsa
nemendur um væntalegar spurningar og
gera þeim kleift að undirbúa sig sérstaklega
undir þær. Á hinn bóginn geta kennarar
atriðagreint öll mikilvæg próf eftir að þau
MENNTAMÁL
83