Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 46

Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 46
hafa verið tekin og komið sér þannig smám saman upp safni prófspurninga, sem góð reynsla væri af eða hafa verið endurbættar til að losna við galla, sem voru á þeim í upphafi. Þetta safn mundi bæði minnka vinnuna við að semja próf og bæta prófin. Ef safnið er stórt (sem það fljótlega verð- ur), eiga nemendur örðugt með að geta sér til um, hverra spurninga er að vænta. Próf- endur segja, að gamlar spurningar hafi mjög litla tilhneigingu til að verða „auð- veldari“ eftir því, sem árin líða. Því miður er hún eina aðferð við atriða- greiningu, sem kennd er í bókum um próf og mælingar, svo mikið verk og tímafrekt, að kennari, sem reynt hefur hana einu sinni, gerir að líkindum ekki aðra tilraun. Sú aðferð er þannig, að útbúið er sérstakt eyðublað og merkt á það svar hvers nem- anda við hverri spurningu. Ef 40 spurn- ingar væru í prófinu og nemendur 40 tals- ins, þýddi það, að gera þyrfti 1600 merki. Ef viðkomandi væri vandvirkur, yrði hann líka að lesa saman á ei'tir hvert merki, því fátt er auðveldara en að setja merki á rang- an stað. Ef hlaupið er yfir eina spurningu, svo dæmi sé tekið, mundu öll merkin þaðan og að þeim stað, þar sem villan er upp- götvuð, vera sett við rangar spurningar. Af þessu leiðir, að úrlausn hvers 40 mínútna prófs í einum bekk kostar a.m.k. 3200 hand- tök — og eru þá leiðréttingar á villum ekki taldar með. Það er því ekki að undra, þó að atriðagreining sé svo til aldrei notuð við próf, sem búin eru til af kennurum, jafnvel þótt það sé einmitt höfuðkrafa til allra út- gefinna prófa og á því byggist aðallega þeir kostir, sem þau hafa umfram próf, sem sam- in eru af kennurum sjálfum. Samt er hægt að framkvæma alla þessa vinnu með handauppréttingu í skólabekk á svo skömmum tíma, að nemendur taka því ekki illa. Það eykur stórlega skilning þeirra á prófinu og er betri grundvöllur undir bekkjarumræður um spurningar, sem ollu erfiðleikum, heldur en uppástungur MENNTAMÁL nemenda um, hvaða spurningar skuli rædd- ar. Gáfaðri nemendurnir eru gjarnan fyrstir með sínar uppástungur, og þeirn hættir til að stinga upp á spurningum, sem eru að einhverju leyti tvíræðar. Það gæti farið svo, að aldrei væru ræddar þær spurningar, sem sýna aðalveikleika bekkjarins. Kennarinn dreifir leiðréttum prófblöðum og kallar upp númer spurninganna, eitt og eitt í einu. Þeir nemendur, sem hafa blöð, þar sem nefndri spurningu er rangt svarað, rétta upp hendi. Kennarinn telur, tilkynn- ir fjölda uppréttra handa og skrifar þá tölu aftan við spurninguna á eigin próf- blaði, en setur hring um spurningar, sem þarf að ræða. Þetta fer fram eitthvað á þessa leið: „I. spurning. Hve mörg ykkar Jiafa blöð, þar sem 1. spurningu er rangt svarað? Réttið upp hendi. Ég sé þrjár á lofti. Engir fleiri? Ég ætla að endur- taka spurninguna til að vera viss um, að þið hal'ið skilið þetta. Lítið á 1. spurn- inguna. Er henni rétt eða rangt svarað? Ef henni er rangt svarað, réttið þá upp hönd. Nú sé ég fjórar hendur á lofti. Lárus, hvað er að? Hélztu, að ég hefði átt við rétt svar? Nei, það er önnur teg- und atriðagreiningar; nú vil ég aðeins kanna, hvaða spurningar það voru, sem mestum erfiðleikum ollu. Snúum okkur nú að 2. spurningu. Réttið upp hönd. Ég sé tvær á lofti. 3. spurning? Enginn. Hafði enginn rangt svar við henni? Ágætt. 4. spurning? Ég sé fjórtán hendur á lofti; við verðum að ræða um hana seinna. 5. spurning? Enginn. 6. spurn- ing? Tvær." Og svo framvegis. Munið, að kennarinn skrifar villufjiildann við hverja spurningu á sitt eigið prófblað og gerir hring um spurningar, sem svo mörgum nemendum mistókst við, að það réttlæti umræðu. Þegar um verulega þýðingarmikil próf er o o o o o o

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.