Vorið - 01.03.1948, Síða 8

Vorið - 01.03.1948, Síða 8
4 VO RIÐ Og nú kemur sagan: Það var snemma í fyrrasumar, að Brandrós gerðist allþungfær og kviðsíð mjög. Leið nú óðum að þeim tíma, er hún skyldi léttari verða. En móðurást kisu litlu var heit og sterk. Þess vegna leiddist henni að bíða eftir kettlingunum og ákvað að taka sér fósturbarn. Læddist hún því ofan í mýri og rændi þar ofurlitlum hrossagauks- unga, bar hann í tjald, sem stóð í hlaðvarpanum og lagði hann þar „á brjóst“. Ekki vildi „gaukurinn" þýðast fóstruna og bar sig hið versta, en kisa greip hann, full umhyggju og ástúðar, þrýsti honum að brjósti sér og malaði hátt. Þetta fannst börnunum óeðlileg „barnfóstrun". Tóku þau fuglinn og slepptu honum ofan í mýri, en lokuðu kisu inni. Nokkru seinna um daginn slapp kisa úr varðhald- inu, leitaði „gaukinn" uppi að nýju, skauzt með liann inn í kjall- ara og iagði hann þar á brjóst. Var hún þá glöð og kunni sér ekki læti fyrir fögnuði. Þótti nú börnunum illt í efni. Fuglinum varð að bjarga, en sárt var að þurfa að lirella kisu, eftirlæt- isgoðið, sem öllum þótti svo vænt um. í þetta sinn var þó kisa lokuð inni til næsta dags. Gerði hún ekki fleiri tilraunir með fósturbarnið, en eftir viku tíma eignaðist hún fimm kettlinga. Einn af þeim var Branda. Þetta var sagan af kisu litlu. Hún er dálítið óvenjuleg, en kisa er að fleiru leyti skrítin. Til dæmis þykir henni afar vænt um börnin og sakn- ar þeirra sárt, ef þau fara að heim- an. Ef þau veikjast ,sækir hún í rúm- in lil þeirra, leggur mjúka fætur um háls þeim, og reynir að liugga þau með öllu móti. Það er þvi ekki furða, þótt börnunum sé annt um Brandrós og dóttur hennar Bröndu, sem er einstaklega falleg og gefin fyrir að hoppa og skoppa. Um kvöldið háttaði ég snemma. Greip ég þá penna í hönd mér, setti mig í „skáldlegar" stellingar, og byrjaði að semja þessa grein. í kringum mig voru börnin og liorfðu með lotningu á bókstafina, sem brunuðu fram á pappírinn. Þau vissu það, að ég var að krota niður söguna af henni Brandrós, eftirlæt- iskettinum, sem tók sér fugl fyrir fósturbarn. Daginn eftir var bezta veður. Steig ég þá á bak þeim rauða og slóst í för með Stefáni pósti að Fosshóli. Þangað kom Egill bróðir minn, sem annast póstflutninga um aust- anverðan Bárðardal. Varð ég hon- um samferða fram Bárðardalinn. — Gengum við mest á skíðum og fór- um okkur rólega, enda hafði Egill þungan bagga að bera, en ég var haltur, eftir uppskurð á fæti. Gististaðir okkar voru Kálfborg-

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.